Bókasöfn heimsins

 

Stærsta bókasafn í heimi er breska þjóðarbókasafnið, British Library. Þar er að finna170-200 milljónir titla. Næststærst er bandaríska þingbókasafnið, Library of Congress en titlar þar eru 170 milljónir. Talsverður munur er milli safnsins í öðru sæti og þess í því þriðja en í Shanghai Library er að finna 56 milljónir titila. Talað er um titla í þessu sambandi vegna þess að stundum eru til fleiri en eitt eintak af hverri bók en þau eru ekki öll talin heldur gildir bókarheitið eða titillinn bara einu sinni. hl_library_roger-harris2022

Í Varsjá er að finna mesta fjölda bókasafna per mann í heiminum. Það eru 11, 5 bóksöfn á hverja 100.000 íbúa. Pólverjar eru greinilega bókaunnendur. En fast á eftir fylgja Seoul og Brussel en þar eru 11 bókasöfn á hverja 100.000 íbúa. Tokýó á hins vegar metið þegar kemur að útlánum en þar voru 111,9 milljónir bóka teknar að láni síðastliðið ár.

Hæsta sekt fyrir að skila ekki bók fékk Emily Cannellos-Simms þegar hún skilaði bókinni Days and Deeds árið 2002. Upphæðin nam 345,14 dollurum en Emily fann bókina heima hjá móður sinni 47 árum eftir að hún var tekin að láni eða í apríl 1955. Sektargreiðslur fyrir vanskil á bókum voru tvö sent á dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband