Undiröldur í mannlegum samskiptum

ArmannJakobs_Prestsetrid_FRONTSjötta bók Ármanns Jakobssonar um lögregluteymið, Kristínu, Bjarna, Njál, Margréti g Martein er komin út. Prestsetrið er bráðskemmtileg og vel uppbyggð sakamálasaga, eins og þær fyrri drifin áfram af flókinni gátu fremur spennu. Ármann hefur frábært vald á íslenskri tungu og flott orðtök og litríkt myndmál er áberandi í öllum hans bókum. Honum er líka lagið að skapa áhugaverðar persónur og sá hæfileiki nýtur sín vel í þessari sögu. Hann er líka óvenjulega hispurslaus og ekki hræddur við að koma inn á skuggahliðar mannlegra samskipta.

Að þessu sinni hverfist sagan um arf sem Kristín fær óvænt eftir afasystur sína. Um er að ræða gamalt prestsetur á jörðinni Stóru-Hlíð. Þar eru þrjú önnur íbúðarhús og gistiheimili.  Kristín kemur þangað í frí en fljótlega verður henni ljóst að mikil spenna ríkir undir niðri í samskiptum íbúa á svæðinu og þegar einn þeirra finnst látinn reynir á ályktunarhæfni og innsýn Kristínar í mannlegt eðli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband