Ekkert jafnast á við glæpasögu í rigningu

adskotadEitt af því sem er ómissandi á sumrin eru góðar spennubækur. Ekkert jafnast á við það á rigningardögum að liggja inni með spennandi sakamálasögu og hlusta öðru hvoru á regnið dynja á þakinu. Sólskinsdagana finnst flestum þeir verða að nýta í útivist, enda yfirleitt færri en hinir. Tíðarfarið undanfarið hefur svo sannarlega gefið tilefni til að sanka að sér góðum glæpasögum og það hef ég gert af eldmóði og ákafa. Sú fyrsta sem ég lauk við var Aðskotadýr eftir Unni Lindell. Fléttan er góð, mátulega flókin og vel uppbyggð. Undir lokin eru spennandi kaflar og allt fer á besta veg fyrir aðalpersónunum og þá er hægt að loka bókinni með feginsandvarpi. Unni Lindell er norsk og hefur auk sakamálasagna skrifað barnabækur og ljóð. Hún var blaðamaður áður en hún byrjaði rithöfundaferilinn en eftir að bækur hennar um Cato Isaksen slógu í gegn hefur hún eingöngu helgað sig bókarskrifum. Gerðar hafa verið sjónvarpsmyndir eftir sumum bóka hennar og nokkrar þeirra verið sýndar á RÚV. Unni hefur líka fengið Riverton-verðlaunin fyrir bækur sínar.

vodaskotNæst greip ég Voðaskot eftir Katrine Engberg. Hún er ótrúlega hæfileikarík, konan sú, og á að baki farsælan feril sem leikkona, dansari og danshöfundur. Bækur hennar um Jeppe Kørner og Annette Werner í Kaupmannahafnarlögreglunni eru vel skrifaðar og fínustu sakamálasögur. Þar er líka alltaf að finna ákveðinn fróðleik sem er alltaf bónus. Í Voðskot er atriðið þar sem ein persónan, leiðsögumaður á Thorvaldsen-safninu, veltir fyrir sér nokkrum að verkunum þar slíkur fróðleiksmoli. Rigning og umtalsvert rok verður fullkomlega ásættanlegt þegar svona bækur eru við höndina. 

beinaslod-1Beinaslóð eftir Johan Theorin er frumleg og skemmtilega uppsett. Johan er sænskur, fyrrum blaðamaður eins og Unni og hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar. Meðal annars Glerlykilinn og CWA International Dagger. Bókin hefst á því að við fylgjum manni að nafni Gerlof inn á skrifstofu annars manns sem lesandanum er sagt að hingað til hefur verið óstöðvandi. Við fáum að vita að fjórar manneskjur hafa reynt og goldið fyrir með lífi sínu. Mun Gerlof takast það sem þeim misheppnaðist og hver er þessi samviskulausi maður? Johan kann að byggja upp spennu og tekst einkar vel upp í þessari bók.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband