9.7.2007 | 09:14
Eldri systkini gáfaðri
Ég rak augun í frétt inn á visir.is áðan þar sem stóð að rannsóknir hefðu leitt í ljós að greindarvísitala eldri systkina væri alla að jafna hærri en þeirra yngri. Þarna hef ég fengið staðfestingu á því sem mig hefur alltaf grunað. Jafnvel gæðaefni þynnist út eftir því sem það er notað oftar. Runeberg sá þetta og því segir hann í kvæðinu um Svein dúfu og þótt karl faðir hans hafi verið sæmilega greindur maður entist vit hans ekki í alla þá barnahausa sem hann framleiddi og því var ansi lítið eftir handa Sveini sem var yngstur. Ég og Magga berum augljóslega af systrum okkar eins og gull af eiri. Í minni fjölskyldu hefur reyndar lengi verið um það rætt að tónerinn í prentara foreldra minna hafi farið minnkandi eftir því sem eintökum fjölgaði því við Magga erum líka dekkstar yfirlitum en Svava sú yngsta alveg ljóshærð. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Athugasemdir
hahahahah, snilld með tónerinn ... Fegin er ég að vera næstelst en ekki yngst!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 11:59
Augljóst að ég er elst , en ef tónerinn bilaði hjá þínum foreldrum ,hvað gerðist þá hjá mínum ,hafa sennilega fundið tóner eftir að ég varð til , þau urðu bara dekkri ??
Þöllin (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 15:40
Ég held að það sé farið að slá útí fyrir þér systir góð, enda orðin svo gömul að þú hlýtur að vera farin að kalka. Gáfur háfur haha hvað er nú það?
Helen Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 16:26
Má ég trúa þér fyrir þeirri staðreynd að ég er langyngst af systkinum mínum, 18, 16 og 11 árum yngri....?! Hvað það segir, ja, það er nú það. En ég er langelst af þeim sem ég ólst mest upp með, þ.e. börnum systkina minna. Telur það ekki eitthvað, heldurðu?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.7.2007 kl. 20:50
Ég trú þessu. Ég vil trúa þessu. Mér finnst þetta mjög gáfuleg kenning. Ég er gáfuð. Ég er elst.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 10:01
Næstelst... og líka elst, allt morandi í hálfum og heilum sibblingum í mínum ranni! You made my day Steingerður.
Heiða Þórðar, 11.7.2007 kl. 01:05
Heyrðu ég er nú yngst og ég tel mig vera mjög gáfaða.... En öllum staðreyndum fylgja nú einhverjar undantekningar ég tel mig vera eina af þeim ;)
Eva Halldóra (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 17:46
Já Eva, mamma þín hefur ekki tekið þig með í þessu bloggi, enda ertu dóttir bloggarans, og eins og þú (og ég) vitum þá er mamma þín mjög gáfuð kona, og auðvita hefurðu fengið gáfurnar hennar
Sigurveig Eysteins (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 19:53
Klukk!!!
Nú ertu klukkuð af mér og þarft að kíkja á bloggið mitt til að vita um hvað þetta er...því ég nenni ekki að skrifa það allt inn aftur.
Knús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.7.2007 kl. 20:44
Já ég sá þetta um daginn þegar ég var í heimsókn hjá Dílla bróður sem er læknir í Edinborg. Ég er elstur og Dílli (Kristján) yngstur. En við erum kannski bara undantekningin sem sannar regluna:
Ásgeir Rúnar Helgason, 12.7.2007 kl. 10:08
Já einmitt, láttu þig dreyma Steingerður. Augljóst er að þegar tónerinn minnkaði var bætt upp með gáfum og fegurð í staðinn. Bestu kveðjur frá YNGSTU systur þinni
Svava S. Steinars, 12.7.2007 kl. 16:22
Ég held að þetta séu skrítin fræði sem menn setja frá sér. Allavega þá getur verið að gáfurnar séu til staðar hjá þeim eldri en gæti þá ekki verið að metnaðurinn væri meiri hjá þeim yngri?
Aðalheiður Magnúsdóttir, 13.7.2007 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.