20.8.2007 | 09:37
Lestrarhelgar
Um síðustu helgi fékk ég nýjustu Harry Potter-bókina í hendurnar og lá yfir henni til klukkan að verða fjögur aðfararnótt sunnudags og núna datt ég ofan í A Thousand Splendid Suns eftir Khaled Hosseini. Ég hreinlega gat ekki lagt hana frá mér og las og las og las. Sagan er ótrúlega falleg og grípandi og þessi er sannarlega ekki síðri en Flugdrekahlauparinn.
Athugasemdir
Hæ Steingerður, höfum verið svipaðar, lá reyndar yfir The Secret alveg límd alla helgina :=)
Knús ALma
Alma Lilja (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 17:58
Er líka á svipuðum slóðum. Kláraði Potterinn um verslunarmannahelgina og er nú dottin í Thousand Splendid Suns. Var ekki nógu hrifin af Flugdrekahlauparanum, öfugt við flesta aðra, en þessi lofar góðu so far. :)
Svala (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 16:31
Hef aldrei lesið Harry Potter - en það voru í senn áhugaverðar og skemmtilegar bækur á lifandi bókasafni Austurvelli á "Menningarnótt" - Hitti þar Önnu Vélstýru - sjálfboðaliða og dverg sem ég man því miður ekki nöfnin á - kunni nú ekki við annað en að "leggja þau frá mér" eftir 20 mín. spjall. En þetta mætti vera oftar - jafnvel í hverri viku á Austurvelli.
Hlustaði á The Secret og fannst diskarnir alveg ágætir - einhvernvegin fannst mér ég þó hafa heyrt margt af þessu áður. En aldrei er góð vísa of oft kveðin - nú er bara að æfa sig
Mér fannst Flugdrekahlauparinn áhugaverður - sérstaklega þar sem ég fékk aðra sýn á Afganistan en sem er gefin í fréttum. Væri til í að lesa þessa seinni bók efir sama höfund.
Valgerður Halldórsdóttir, 21.8.2007 kl. 20:30
Já og svo "klukk"
Valgerður Halldórsdóttir, 21.8.2007 kl. 20:32
Potterinn var góður, nú vantar mig meira lesefni. Þarf að koma og ræna bókaskápinn þinn.
Svava S. Steinars, 21.8.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.