Með skammarroða í kinnum

Við Freyja gengum á Úlfarsfellið í gær. Ég hef aðeins gengið þrisvar á fjöll í sumar en í fyrra var ég einstaklega dugleg við þetta og fór á Úlfarsfellið einu sinni til tvisvar í mánuði. Núna hef ég aðeins farið eina ferð þarna upp og var því nokkuð annar bragur á mér en fyrir ári. Þá skokkaði ég þetta léttilega upp á tuttugu mínútum (þannig er það að minnsta kosti í minningunni) og hló hæðnislega þegar menn kölluðu þetta fjall. Sagði borubrött: „Úlfarsfellið er hóll.“ Í þetta sinn skreiddist ég sem sagt upp brekkurnar móð og másandi. Tíkin horfði á mig vorkunnaraugum og velti fyrir sér hvort það tæki því að bíða eftir þessum aumingja. Ég taldi upp allar þær afsakanir sem mér duttu í hug: Ég er illa fyrirkölluð, þreytt eftir daginnn og fleira. Allar féllu þær þó um sjálfar sig þegar kona á aldur við mömmu strunsaði fram úr mér og komst á toppinn langt á undan mér. Ég verð að gera eitthvað í mínum málum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Formið er þá svipað hjá okkur en stendur til bóta fyrirheit um að nota líkamræktarkortið góða á að reyna að efna í næstu viku:)

Aðalheiður Magnúsdóttir, 23.8.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er ótrúlegt hvað maður dettur úr formi fljótt. Svo ætlar maður að byrja með trompi, heldur keikur af stað og "skellur svo á jörðina".  Ég hef dálítið verið í þessum gír. Farið af stað með látum, drífa sig í að hreyfa sig taka sig á og verið svo gjörsamlega bakk á eftir að það hafa liðið dagar og vikur þangað næsti göngutúrinn eða ferðin hafi verið farin. Ég er alltaf að reyna að komast inn í það mynstur að gera minna og oftar, það skánar en samt er ég ekki enn alveg búin að tileinka mér þetta. Vonandi tekst það. Steinka mín, kannski tekst okkur þetta, "minna en oftar". 

Sigurlaug B. Gröndal, 24.8.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband