Bibba á Brávallagötunni hress og kát

Bibba á Brávallagötunni á það til að skjóta upp kollinum hjá besta fólki en sumir eru með þeim ósköpum gerðir að gerðir að allt kemur öfugt út úr þeim. Við sátum í afmæli litlu fallegu frændanna minna og rifjuðum upp nokkur dæmi um svona viðsnúning sem við höfðum heyrt. Hér koma nokkur þau bestu: Það var sama hvað ég reyndi mér tókst aldrei að koma vitinu undir hann. Við urðum að klóra í bakkafullan lækinn. Þegar ein báran rís er önnur stök. Ég fékk þetta ekki fyrr en eftir djúpan disk.

Þessi hér þarfnast engra skýringa en hins vegar verður að segja söguna af því þegar þekkt útvarpskona frétti af því að maður nokkur hafði tapað veskinu sínu niður í bæ og í því var kaupið hans allt. Hún vildi hjálpa manninum og biðja skilvísan finnanda að skila því. Þegar hún hafði lokið því ákalli sagði hún: „Hugsið ykkur bara að tapa ærunni svona rétt fyrir jólin.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha, heyrt þessa og fleiri til, eins og konan sem ætlaði að fá sér panikk í loftir og parker á gólfin.  Á þessa á lager.  Bibbiskan er svo skemmtileg.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ohh, yndislegt og ef þú lumar á fleiri svona gullkornum er það vel þegið!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:17

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta minnir mig á fréttamanninn sem sagði okkur hlustendum frá því nýlega að tiltekinn maður hefði "þunglamað sig" áfram.

Árni Gunnarsson, 1.9.2007 kl. 18:23

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hahaha, yndislegt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.9.2007 kl. 00:35

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 svona mismæli og misskilningur í máli er alltaf bara skemmtilegt!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband