14.9.2007 | 17:06
Hvenær verður nauðgun glæpur?
Það fyrsta sem blasti við mér þegar ég kom á fætur í morgun var frétt þess efnis að hæstiréttur hefði mildað dóm yfir nauðgara. Manni sem fór svo illa með konu að ekki var hægt að skoða hana venjulegri kvensjúkdómaskoðun því kynfæri hennar voru svo illa farin, eins og stóð í fréttinni. Ég verð alltaf jafndöpur og niðurdregin þegar ég les svona fréttir. Ég spyr mig: Hvenær verður nauðgun að glæp? Nauðgun telst ekki glæpur þegar konur þora ekki að segja nei, ekki þegar þeim er misþyrmt og þær kvaldar á svívirðilegan hátt og ekki þegar nauðgararnir drepa fórnarlömb sín því þá eru þeir ákærðir fyrir morð en ekki nauðgun. Mér finnst hver einasti svona dómur vera niðurlæging fyrir allar konur því þeir lýsa viðhorfi samfélagsins til kvenna. Við getum einfaldlega sjálfum okkur um kennt fyrst við erum svo vitlausar að verða á vegi karlmanna. Þeir eiga rétt á fá útrás fyrir fýsnir sínar jafnvel þótt þær felist í því að pynda aðra manneskju.
Athugasemdir
...oft er eins og hæstiréttur sé sérstaklega hliðhollur nauðgurum og öðrum perrum.
Marta B Helgadóttir, 15.9.2007 kl. 00:09
Ég verð ekki síður döpur, spurning að byrja daginn ekki á að lesa blöðin einsog maður gerir gjarnan.....enda ekki daginn á því heldur! Ég veit ekki um miðbik dags.....maður verður jú að fylgjast með þannig að maður sé samræðuhæfur....kveðja á þig Steingerður. Njóttu dagsins.
Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 10:49
Maður veltir fyrir sér hvers konar hugarfar er við lýði innan dómarastéttarinnar og hvort við sem þegnar ess lands eigum ekki rétt á að gera þá kröfu til þeirrar stéttar að hún geti viðhaldið trú og trausti á réttarkerfið. Eins og dómarar vinna núna grafa þeir jafnt og þétt undan þessu trausti og það er vont. Mjög vont. Og skilaboðin sem send eru út í samfélagið eru hreinlega að mannvonska borgar sig. Hvers konar samfélag verður eiginlega til í svona heimsku og vanvitaskap?? Ég vil endurskoða hæfni dómara og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 14:31
Þetta er náttúrulega hræðilegt í alla staði! Manni langar helst að finna þessa dómara og berja í þá vitinu. En ég hef fulla trú á því að með nægilegri umræðu til að vekja vitund fólks á nauðgunum þá muni þetta breytast.
Eva Halldóra (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 16:10
Maðurinn er núna frjáls ferða sinna, hann er farinn úr landi. Er "í fríi erlendis" segir lögmaður hans!
Farbann sem hann var úrskurðaður í, rann út áður en Hæstiréttur staðfesti dóminn yfri honum. Lögmaður hans segir að hann sé "í fríi" erlendis.
Hvernig samfélagi búum við í, hvernig dómskerfi er það, þar sem fádæma hrottaskapur er ekki tekinn alvarlegar en svo að menn fá svo bara að skreppa í frí.
Þessi portúgali mun auðvitað aldrei koma til Íslands aftur og aldrei afplána dóminn.
Marta B Helgadóttir, 17.9.2007 kl. 11:43
Maður verður alltaf jafn hissa á þessum dómum. Dapur líka fyrir hönd allra þeirra kvenna sem lent hafa í þessum aðstæðum.
Aðalheiður Magnúsdóttir, 17.9.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.