20.9.2007 | 11:25
Samskipti móður og sonar
Ég hringdi í son minn í gærkvöldi en fékk ekkert svar. Skömmu seinna hringdi ræfillinn og spurði hvert erindið hefði verið. „Ég fékk allt í einu óviðráðanlega löngun til að segja við þig Dolli litli dropi hættu þessu ropi," sagðí ég eins og satt var. Það helltist allt í einu yfir mig að sonur minn myndi hafa óstjórnlega gott af að heyra þessi orð. „Þú ert asni." svaraði sonurinn með stóískri ró þess sem margt hefur reynt.
Athugasemdir
Syndroma Tourette?
Júlíus Valsson, 20.9.2007 kl. 11:48
Hahhahaha, að hann skuli ekki vera skemmdur, þessi elska ... hahhaha snilllllld!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.9.2007 kl. 21:56
Andri hefur örugglega stundað hugleiðslu í mörg ár til að ná þessu jafnaðargeði
Svava S. Steinars, 21.9.2007 kl. 00:30
Dásemd & dýrð, hahahahah! Mæli með svona samskiptum móður og sonar, verulega heilbrigt og skemmtileg....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.9.2007 kl. 23:31
ööööööööööööö, heilbrigð og skemmtileg.........
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.9.2007 kl. 23:32
Þvílíkt krúttlegt!
Heiða Þórðar, 22.9.2007 kl. 00:16
Góður
Halldór Sigurðsson, 22.9.2007 kl. 21:49
þetta eru heilbrigð og góð samskipti.
Marta B Helgadóttir, 24.9.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.