31.10.2007 | 10:16
Vond tilfinning verður verri
Þegar fréttist af endurútgáfu Tíu lítilla negrastráka óg umræðan um rasisma í tengslum við hana fór í gang fann ég vonda tilfinningu gagnvart þessari bók. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég átti að taka henni og teikningarnar fannst mér niðurlægjandi skrípamyndir fremur en snilldarleg list. Þessi tilfinning hefur nú verið elfd til muna eftir að ég las pistil Gauta Eggertssonar um þann jarðveg sem bókin er sprottin úr. Vinkona mín sendi mér slóðina og að lestri loknum var ég hreinlega með óbragð í munninum. Ég mun aldrei lesa þessa bók fyrir börn mér tengd og hvet alla til að hunsa hana. Pistillinn er birtur í Fréttablaðinu í morgun en fyrir þá sem vilja skoða hann strax er slóðin á bloggsíðu hans er: www.blogcentral.is/gautieggertsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.