11.1.2008 | 09:18
Af tímabærum og ótímabærum látum
Mikið kom það mér á óvart að Sir Edmund Hillary væri látinn. Ég hélt nefnilega að hann væri löngu dauður. Vonandi reynist fréttin rétt en ekki enn eitt dæmið um að fregnir af andláti manna séu stórlega ýktar. Þeir Mark Twain og Megas eiga það sameiginlegt að hafa þurft að senda tilkynningu í blöðin til að bera slíkar fréttir til baka.
![]() |
Edmund Hillary látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Segi það sama, hélt að hann hefði dáið fyrir mörgum árum og varð steinhissa.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 09:21
This is stórlega ýkt ... hann is löngu dead.
Knús í Kópó!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.1.2008 kl. 12:46
Veðurfræðingur þurfti að tilkynna um árið að hann væri nú reyndar ekki dáinn.
Í Þrándheimi er stundum sagt: "Jasså, lever du enda da?" ef fólk hefur ekki hist lengi. Einu sinni sagði ég þetta við konu hér á landi sem ég hafði ekki séð lengi.
Konunni brá svolítið og sagði að það hefði nú ekki verið skrifuð minningargrein um hana enn. Þá fattaði ég að það er ekki hægt að þýða svona beint.
Ég passa mig betur eftir þetta.
Heidi Strand, 11.1.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.