19.1.2008 | 21:56
Litbaugur á tungli
Í kvöld er litbaugur á tunglinu. Ég hélt fyrst að þetta væri rosabaugur en þegar ég fletti því upp kom í ljós að rosabaugarnir eru lengra frá tunglinu og litur þeirra er eingöngu hvítur. Engu að síður fannst mér þetta merkilegt og fallegt að sjá. Rosabaugar eiga samkvæmt hjátrúnni að vera fyrir einhverju, að ég held einhverjum ósköpum en ég veit ekki hvort litbaugarnir boða eitthvað. Kíkiði út um gluggann ef þið hafið ekki tekið eftir þessu nú þegar.
Athugasemdir
Hlustaðu á þetta!
http://www.youtube.com/watch?v=ZeZm7KQJT1o
Kveðja: arh
Ásgeir Rúnar Helgason, 20.1.2008 kl. 11:27
http://www.youtube.com/watch?v=ZeZm7KQJT1o
Gleymdi að setja inn hlekkinn.
Ásgeir Rúnar Helgason, 20.1.2008 kl. 11:29
Takk fyrir þetta. Ég á einmitt tvöfaldan geisladisk með bestu lögum Creedence og þetta minnti mig á hversu bráðskemmtilegir þeir eru. Ég á líka Three Dog Night og ekki eru þeir síðri. Ég náði í skottið á hippatónlistinni eins og þú Geiri minn. Já, og svo má ekki gleyma Moody Blues.
Steingerður Steinarsdóttir, 20.1.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.