4.3.2008 | 09:38
Á flótta undan hugtökum
Ég las það áðan á visir.is að móðir stúlku sem varð það á að slasa kennarann sinn segði að dóttir sín hefði verið á flótta undan einelti þegar slysið varð. Ég skil ekki alveg hvernig fólk getur lagt á flótta undan hugtökum eins og einelti. Ég myndi sennilega hlaupa frá krökkum sem legðu mig í einelti en hvernig eineltinu geta vaxið fætur sem færir eru um að elta einhvern uppi eða reka hann á flótta með öðrum útlimum er mér óskiljanlegt. Getið þið lagt á flótta undan hugtökum?
Athugasemdir
Nei - hef ekki einu sinni reynt það
En það gæti verið spennandi verkefni.......................
Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 10:07
Spes ... hahaha.
Hugarfluga, 4.3.2008 kl. 12:09
Gæti maður ekki hætt að flýja hlutina með því að flýja Flóttann.... hvernig var þessi tilraun móðir sæl
Eva Halldóra (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:05
Sammála Hrönn. Það gæti sannarlega verið spennandi. Ekki slæm Evan mín.
Steingerður Steinarsdóttir, 4.3.2008 kl. 16:07
Heidi Strand, 4.3.2008 kl. 20:35
Makalaust ... en gaman að prófa það...
Hlauptu drengur hlauptu
Linda Lea Bogadóttir, 4.3.2008 kl. 23:39
Hér er ekki verið að flýja hugtak heldur athafnir annarra. Einelti er heiti yfir athafnir annarra sem leiða til óþæginda og vanlíðunar fyrir fórnarlambið og er lýst með að segja að viðkomandi sé lagður í einelti. Í gögnum og rannsóknum varðandi einelti á vinnustöðum og skólum er talað um að fórnarlömb flýji einelti, hafi lagt á flótta/flutt vegna eineltis starfsmanna osfrv. Hér barn að flýja undan einelti bekkjarfélaganna, einelti er hér notað yfir athafnir þeirra. Ég sé ekkert skrítið við þetta, miðað við þá notkun orða sem hafa verið um þessar athafnir og hugtak í vinnu minni sem trúnaðarmaður.
Svava S. Steinars, 5.3.2008 kl. 13:23
Frábært blogg
Marta B Helgadóttir, 5.3.2008 kl. 21:37
Frábært blogg...tek undir með Mörtu Smörtu.
Heiða Þórðar, 5.3.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.