1.4.2008 | 15:42
Hvað felst í nafni?
Ég mætti hress í vinnuna í morgun eftir að hafa gengið með tíkina í ríflega hálftíma. Raggi umbrotssnillingurinn minn kom stuttu síðar og sagði glaðhlakkalega: Það er bara komið vor. Já, svaraði ég, enda var Eva glöð í morgun. Já, var það, sagði Raggi. Og hvernig lýsti það sér. Nú, bara hún þefaði af öllum blómbeðum og nuddaði sér utan í runna, sagði ég. Ha! Þú veist að þú sagðir Eva! sagði Raggi. Úps, maður getur nú ruglast á Eva og Freyja.
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 16:00
Satt segirðu, það er nú unnt að ruglast á "minnu" - hehehehehe!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.4.2008 kl. 17:19
Kannski komin tími á að bæta við nafni á tíkina? hvernig hljómar Freyja Eva?
samt finnst mér Eva María mikið flottara
MaríaE (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:41
Haha kostulegt...
Linda Lea Bogadóttir, 1.4.2008 kl. 17:50
Heidi Strand, 1.4.2008 kl. 20:41
Þær eru þó af sama kyni. Ég ruglaði oft saman nöfnum sonarins og tíkurinnar á heimilinu - kallaði Gunnar Gerplu og Gerplu Gunnar.
Gerplu var sama en Gunnari ekki...
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 20:46
Þessi er alveg dásamlegur, sérstaklega lýsingin hvernig Eva hafði hagað sér.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.4.2008 kl. 21:12
Þetta er eiginlega í ætt við karlinn sem sagðist heita Jón og vera kallaður Gvendur!!!! Tíkin sem sagt heitir Freyja en er kölluð Eva svona við ákveðin tækifæri. Passar fínt!! He,he,he,he,he
Sigurlaug B. Gröndal, 1.4.2008 kl. 21:48
Hvað felst í nafni? Það sem við köllum rós ilma myndi jafn vel undir öðru heiti... Nú reynir á móðir sæl ur hvaða leikriti er þetta
Eva Halldóra (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:03
Þetta er úr Rómeó og Júlíu elsku Evan mín. Mamma kann sinn Shakespeare.
Steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 07:00
Dásamleg þessi
Marta B Helgadóttir, 2.4.2008 kl. 22:47
Heheh, ég hef lent í svona nafnaruglingi líka
Sé Evu fyrir mér hnusandi af blómabeðum, það er skemmtileg mynd sem ég fæ í hausinn :D
Svava S. Steinars, 4.4.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.