24.4.2008 | 19:01
Þemaferðir
Gaman að sjá að áhugi er á þemaferðunum. Ég fer í steinaferðir upp í Hvalfjörð en þar er víða að finna fallega steina. Kristín þetta er góð hugmynd með karlaferðirnar og ég skal sannarlega taka hana til skoðunar. Annars miðast flestar ferðirnar við það að skoða áhugaverða staði og rifja upp sögur og söguna frá svolítið öðrum sjónarhóli en venjulega. Það er t.d. margt fleira sem tengist konum beint á Þingvöllum en Drekkingarhylur. í gjánum þar vex líka fjölbreytileg flóra en grasafræðiferðir fara þannig fram að við skoðum blóm og fjöllum um sagnir og þjóðtrú þeim tengda. Mér finnst alltaf jafngaman að segja frá að þær íslensku jurtir sem rannsakaðar hafa verið sérstaklega hafa reynst hafa þá virkni sem grasalæknar fyrri tíma töldu að þær hefðu. Ég hef líka gaman af að fara með fólk í Reykholt og að SKálholti í menningarferðir.
Athugasemdir
Gleðilegt sumar, Steingerður.
Hrannar Baldursson, 24.4.2008 kl. 19:04
Gleðilegt sumar og hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 23:58
Ég vil gjarnan fara með í karlaferðirnar.
Gleðilegt sumar, elskan mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.4.2008 kl. 15:33
Gleðilegt sumar
Linda Lea Bogadóttir, 26.4.2008 kl. 16:12
Ég hefði mikinn áhuga á að fara í svona þemaferðir. Stendur þú semsagt fyrir slíkum ferðum, það er mjög áhugavert. - Gleðilegt sumar !
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2008 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.