27.7.2008 | 19:53
Tungumálaörðugleikar?
Þær systur mínar komum í kaffi í dag og ég nefndi við þær að ég hefði verið við leiðsögn í gær. Aðspurð um hverja ég hefði leiðsagt um landið sagði ég: Æ! það var hellingur af Eistum. Úps! um leið og ég sleppti orðinu var mér ljóst að þetta gat misskilist og ekki hvað síst vegna þess að ég bætti við að mér líkaði sérlega vel við þá. Upp úr þessu spunnust umræður um nöfn og Svava systir trúði okkur fyrir því að þegar hún vann á vegum Nordjobb í Finnlandi forðum daga unnu með henni tvær stúlkur sem hétu Auli og Æla. Svanhildur bætti þá um betur og kvaðst þekkja finnska konu sem héti Meri. Ragnar mágur minn sló hins vegar allt út með að segja sögu af konu sem giftist inn í virðulega gamla evrópska aðalsætt sem auðvitað var hið besta mál að öðru leyti en því að ættarnafnið var Pika og borið fram með í. Ekki gaman fyrir móður að segja frá í veislum: Á morgun kemur dóttir mín, barónessa Píka til Íslands í heimsókn. Einhvern veginn dregur seinni hlutinn verulega úr fínheitum barónessunnar.
Athugasemdir
Manstu þegar íslendingarnir sungu með eistunum?
Þá var mikill klukknahljómur.
Heidi Strand, 27.7.2008 kl. 20:00
Hahhahahaha, algjör snilld!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.7.2008 kl. 20:25
Hahaha, alveg er þetta óborganlegt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.7.2008 kl. 21:43
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2008 kl. 22:20
alva (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 22:43
hahahahha hvað ég hef saknað þín :)
Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2008 kl. 22:51
Þú lest bloggið mitt of ....ja ...reglulega
Heiða Þórðar, 28.7.2008 kl. 00:36
Finsk venn av oss skulle sammen med noen venner i teater i Tallinn. De hadde bestilt billetter på forhånd. Da vennen vår kom for å hente de 13 billettene, ble damen i luken veldig sint. Han gjentok sitt ærende og hun ble sintere og til slutt gikk hun og hentet en annen dame for å hjelpe seg. Da kom misforståelsen opp. Ordet billett på finsk var nesten det samme som hore på eistneskt. Hun trodde at han sa at han skulle hente 13 horer som han sa at han hadde bestilt.
Heidi Strand, 28.7.2008 kl. 10:31
Frábært, segi eins og Hrönn hef saknað þín
Ég er alltof löt við bloggrúnta um þessar mundir því miður.
Kærleikskveðja til þín.
Marta B Helgadóttir, 28.7.2008 kl. 16:52
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.7.2008 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.