17.10.2008 | 10:27
Gott ráð
Í umræðum að undanförnu hefur komið fram að um það bil tuttugu menn hafi grætt óheyrilega á íslensku útrásinni. Við höfum séð myndir af sumarhöllum þeirra víða um land, snekkju með sérhönnuðum innréttingum, þyrlum, þotum og fleiru. Mér var að detta í hug hvort ekki væri ráð að skylda hvern og einn þessara manna til að skila svona 300 milljónum í löndum og lausum aurum. Peningana mætti setja í sjóð og úthluta síðan úr honum til þeirra sem verst eru staddir t.d. til fólks með lítil börn sem er að sligast undan húsnæðislánum, atvinnulausra bankastarfsmanna og annarra sem eiga um sárt að binda.
Athugasemdir
Snilldarhugmynd! Ætlar þú að tala við þá eða á ég að gera það?
Hrönn Sigurðardóttir, 17.10.2008 kl. 11:21
Góð hugmynd, skilja þá eftir með 1.st. hús og 1.st. bíll afgangurinn fer í ríkiskassann.
Sigurveig Eysteins, 17.10.2008 kl. 12:42
Hafðu ljúfa helgi elskuleg
Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 13:33
Skráið mig í stuðningsliðið.
Frábær hugmynd.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 14:57
Eru 300 milljónir ekki of lág tala?
Berglind Steinsdóttir, 17.10.2008 kl. 15:56
Mæli með og legg svo á að þetta verði. Í fullri og algerri alvöru ...
.. og mér er ekki hlátur í hug.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:49
já, afar góð hugmynd, mikið vildi ég sjá aðeins grimmari aðgerðir á þessa menn.
alva (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:12
Heyrheyr... góð hugmynd
Linda Lea Bogadóttir, 21.10.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.