30.10.2008 | 10:00
Ofurlítill pirringur
Í vor fluttum við hjónin símaþjónustu okkar frá Vodafone til Tals. Ég er mikið að hugsa um að nota búferlaflutningana og flytja símann aftur því ég hef barasta aldrei kynnst öðrum eins klúðrurum og Talsmönnum. Ég bað um að síminn og nettengingin yrðu flutt þann 20. október. Tveimur dögum síðar var heimasíminn kominn og allir glaðir. Netið er hins vegar ekki komið enn og bólar ekki á því. Við hringdum viku síðar og var þá sagt að netið myndi detta inn þá og þegar. Mikil hundakæti greip svo heimilisfólk þegar ég fékk SMS frá Tali fyrir tveimur dögum þar sem tilkynnt var að nú væri Netið komið og ég gæti tengt mig. Við hlupum að tölvunum en ekkert gerðist. Á skjáinn komu leiðinda tilkynningar um að netforritið gæti ekki tengst síðunni sem beðið var um. Enn og aftur var hringt og þá kom í ljós að tengingin var vitlaus. Ég spurði hvort jafnlangan tíma tæki að leiðrétta tenginguna og tekið hafði að tengja hana rangt og fékk þau svör að þetta væri alveg að koma og myndi detta inn þá og þegar. Síðan bætti starfsmaðurinn við: Það getur alltaf komið fyrir að menn tengi vitlaust. Þakka þér fyrir að benda mér á hið augljósa. Mér hefði að sjálfsögðu aldrei dottið það í hug af sjálfsdáðun. En sem sé, tveir dagar liðnir og enn ekkert net. Bloggvinir góðir, ég laumast á bloggið í vinnunni ef dauð stund gefst en þar fyrir utan eru mér allar bjargir bannaðar.
Athugasemdir
já, ég hef heyrt um svona hjá fleirum og einnig um einhverja undarlega smelli í tólinu þegar talað er í símann, óttalega pirrandi víst að fá þessa smelli beint í eyrað.
alva (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:48
Ég held að það sé ekkert betra að fara til Vodafone, ég fór til þeirra og er þar enn, það tók þá mánuð að koma mér í samband prinsinn minn var að fara á taugum.... þetta með smellina er auðvita bara ríkisstjórnin eða FBÍ... mikið hlýtur þú að vera merkileg Alva... neiiiii bara smá gr......
Sigurveig Eysteins, 30.10.2008 kl. 20:29
Blessuð frænka , við prófuðum Hive og Vodafone og gáfumst upp á báðum fyrirtækjum ( Tal er Hive í felubúning ) . Ömurleg þjónusta á báðum stöðum , netið og síminn að detta út sí og æ . Erum hjá símanum með allt og þvílíkur munur , ekkert vesen á neinu . Mæli ekki með öðrum .
Hildur Þöll (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:48
Er á leiðinni yfir til Vodafón frá Tal.
Arg.. vona að það verði betra en ég vil gera allt annað en að fara yfir á rándýran símann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 07:29
Ég skráði mig hjá Hive með netið og heimasímann fyrir tæpum tveimur árum og á þeim tíma hefur netið dormað tvisvar til þrisvar en annars alltaf verið í lagi. Heimasíminn hefur hins vegar tvisvar til þrisvar verið með leiðindi nýlega og þegar ég hringi fæ ég greiðvikin svör og öllu kippt í liðinn. Ég held því miður að öll fyrirtækin eigi slæma daga og slaka starfsmenn því að ljótustu sögurnar hef ég heyrt um Símann.
Berglind Steinsdóttir, 31.10.2008 kl. 19:53
Úff, þokkalega pirrandi!! Svona virðist þetta vera hjá öllum símafyrirtækjunum.
Hugarfluga, 31.10.2008 kl. 21:44
Blessuð vinkona ertu barasta flutt..til hamingju með það hvernig finnst Freyjunni nýi staðurinn.
Annars er ég með súpergott efni í blaðið sko
Kær kveðja Alma
Alma Lilja (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:43
Já, úff bara, sveiattan. Ég ÞOLI ekki svonalagað.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.