Alltaf einhver hængur á

Mikið er það undarlegt að í hvert sinn sem stjórnmálamenn gera eitthvað sem við getum verið ánægð með kemur í ljós að einhver hængur er á málum og því er umsnúið á þann veg að henti yfirvöldum. Þetta kom enn og aftur á daginn eftir kosningarnar í Hafnarfirði. Flestir fögnuðu því að íbúar fengju einhverju ráðið um það hvort álver og virkjanir héldu áfram að hellast yfir okkur eins og rigningin en hvað kom svo í ljós. Álverið getur og mun sennilega stækka hvað sem Hafnfirðingar og aðrir íbúar þessa lands segja. Alveg er þetta dæmigert. Meirihluti Austfirðinga sem er minnihluti landsmanna fékk að ráða því að Kárahnjúkavirkjun var byggð og álver byggt á Reyðarfirði. Mikið var reynt að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðlsu um það mál en fékkst ekki því allir vissu hvernig sú kosning myndi fara. Rök Austfirðinga gegn slíkri atkvæðagreiðslu voru þau að þetta kæmi þeim einum við og að ekki væru þeir skipta sér af því sem við gerðum fyrir sunnan. Þeir steingleymdu þar flugvellinum sem þeir börðuðst gegn að yrði fluttur. Kannski er jafngott að þjóðaratkvæðagreiðsla fékkst ekki. Við hefðum þá kannski komist að því fyrr að vilji meginþorra íbúa þessa lands skiptir engu í ákvarðanatöku stjórnvalda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband