Að vefjast tunga um tönn

Ég er að mestu hætt að ergja mig á þeim málvillum og ambögum sem daglega dynja á manni á þessum síðustu og verstu tímum. Stundum velti ég því reyndar fyrir mér hvort stéttskipting sé að verða mörkuð málfari hér á landi líkt og í Bretlandi og víðar. Þegar ég var barn taldist það metnaðarmál að tala og rita sem skýrast og réttast. Í dag segja menn ef þeim er bent á verstu villurnar: „Gerir ekkert til þetta skilst.“ Hugsanlega í sumum hópum. Líklega er það til marks um hversu hrokafull ég er að ég get einhvern veginn ekki tekið fullt mark á þeim sem ekki gera neinn greinarmun á y og i skrifa t.d. fornafnið þeir með y (þeyr), skilja að samsett orð þannig að úr verði tvö orð, skrifa á í banki, hanki og skanki og ótalmargt fleira sem of langt mál væri að telja upp. Í hvert skipti sem ég sé svona texta fer um mig og ég nenni ekki að lesa skilaboð viðkomandi. Ég get hins vegar alveg fyrirgefið kauðalegt orðalag, hik og tafs. Þá er möguleiki að skilja kjarnann frá hisminu að mínu mati. Hitt er bara svo yfirmáta asnalegt að það er óskiljanlegt að nokkur láti það frá sér fara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég deili með þér þessari hrokafullu afstöðu. Ég á oft voðalega bágt með mig í svona löguðu. Ég á líka erfitt með að taka fólk alvarlega sem segir: "Mér hefur alltaf langað til þess að gera gott..." Og skrifar: "Ég var í leyðslu eftir þessa reinslu."
Æ, guðminngóður. Eða þannig.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband