Tilfinningasemin og aldurinn

Að undanförnu hef ég velt því fyrir mér hvort maður verði tilfinningasamari með aldrinum. Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að ég las frétt um það á mbl.is nýlega að ógæfumanni nokkrum hefði verið stungið í steininn fyrir að stela tveimur sláturkeppum. Keppirnir fundust inn á honum. Um leið og ég las þetta duttu mér í hug vísuorð Bólu-Hjálmars um Sólon Íslandus, umkomuleysið féll að síðum. Þetta hefur ekki almennilega farið úr huga mér síðan. Ég velti líka fyrir mér hvort mér liði eins ef manngreyið hefði stolið svínslæri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir að skrifa um þetta. Mér leið heldur ekki vel þegar ég heyrði i útvarpsfréttum um þetta mál um ógæfumanninn  sem var svangur og stal sér tíl matar. Ekki hafði hann valið sér dýrt fæði. Hugsa sér að við lifum í einu ríkasta landi heims en sumir hafa þó ekkert að borða.

Heidi Strand, 4.4.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Til eru víst forn lög í Kóreu sem gefa fólki sem ekkert á rétt til að 'stela' sér mat. Það telst ekki vera þjófnaður. 'Les Miserables' fjallaði líka um sams konar mál þar sem manni var stungið í steininn og hann látinn dúsa þar í mörg ár fyrir að stela brauði. Að stela sér næringu til að svelta ekki ætti varla að vera refsivert.

Hrannar Baldursson, 4.4.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband