Fallegur karl

Hér sést kötturinn Matti sem lifað hefur mjög ævintýraríku lífi. Því miður gengur ekki að virkja linkinn eða koma myndinni af Matta hér inn. Mér tókst að koma honum fyrir í albúmi þannig að hann birtist hér til hliðar á síðunni. Mattinn minn á sannarlega níu líf eins og flestir aðrir kettir. Tvö þeirra er hann þegar búinn að nota. Það fyrsta þegar hann var bara kettlingur og var borinn út ásamt móður sinni og systkinum. Þau fundust á víðavangi og var komið upp á Dýraspítala. Þar kom í ljós að móðirin var of langt leidd til að hægt væri að bjarga henni og hún var svæfð. Dýralæknarnir héldu svo lífi í Matta og systkinum hans með því að gefa þeim mjólk úr dropateljara. Ung stúlka sem átti leið upp á spítalann með sinn eigin kött tók systkinin að sér og ætlaði að finna handa þeim heimili þegar starfsmenn Dýraspítalans voru búnir að gefast upp á því og voru að því komnir að svæfa þau. Hún átti leið um ritstjórnarskrifstofur Vikunnar þegar hún var á leið upp á Dýraspítala með Matta til að láta svæfa hann því hann var sá eini sem henni hafði ekki tekist að koma fyrir. Ég tók hann að sjálfsögðu að mér en við vorum þá nýbúin að fá lítinn kettling sem hét Míró. Tveimur árum seinna var keyrt á Matta og hann lærbrotnaði. Ég hjúkraði honum til heilsu þrátt fyrir ýmsar uppákomur meðal annars það að naglinn í brotinu stakkst í taug og dýrið fékk kvalaköst af og til. Þetta varð til þess að sambandið milli okkar Matta varð óvenjulega náið og ég get eiginlega farið með hann hvernig sem mér sýnist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sorrí, maður þarf að vera innskráður sem steingerdur til að geta opnað þessa mynd. Svo ef þú vilt virkja hlekkinn skaltu kópíera hann á word-skjal og gera eitt bil fyrir aftan. Þá er hann orðinn virkur og þú getur kópíerað hann aftur inn á bloggið.

Þessi tölvusnilld var í boði Guðríðar sem saknar þín sífellt, sárt og mikið!  

Guðríður Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 19:24

2 identicon

Því miður tókst þetta ekki Gurrí mín. Ég er soddan erkiklaufi. Ég sakna þín sömuleiðis og mikið vildi stundum að þú værir að vinna með mér.

Steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 20:57

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhaha, ég gat það!!! Bara copy paste!

Guðríður Haraldsdóttir, 11.5.2007 kl. 21:17

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí bara að meikaða í copy/paste deildinni.  Takk fyrir fallegan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband