Kúrt á kosninganótt

Kosninganóttin var æsispennandi en ég verð að viðurkenna að ég entist ekki nema til klukkan rétt rúmlega tvö. Gummi sat lengur. Mér finnst það óþolandi hvað ég er að verða kvöldsvæf. Hér á árum áður var ég alltaf hressust á kvöldin en nú dotta ég iðulega yfir sjónvarpinu hálft kvöldið og skríð svo í rúmið um ellefu. Eitt hefur þó ekki breyst. Mér þykir alltaf jafngott að kúra frameftir á morgnana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ju, Steingerður, ég hefði ekki getað farið að sofa frá allri þessari spennu. Ég er ekki að grínast með þetta en ég sofnaði samt af og til. Verst var að ég hefði viljað fylgjast með á báðum stöðvum allan tímann, sjá Þóru hverfa og Sölva birtast, Samúel ræstan (sem mér fannst samt óþarfi af stöðvunum að gera meðan úrslit voru svona óljós) o.s.frv.

Það væri kannski ráð að endursýna ...

Berglind Steinsdóttir, 14.5.2007 kl. 12:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er aldurinn kona, aldurinn að læðast aftan að þér

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 13:49

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei þetta heitir að bregðast við kalli líkamans og hvílast þegar hann biður um hvíld. Ég er einmitt orðin svo flink að hlusta..bæði í eftirmiðdaginn þegar rignir og strax eftir kvöldmat..og ég tala nú ekki um suma morgna. Jamm svo flink er ég nú..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 15:36

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ef þetta væri aldurinn (c´mon, þú ert ári yngri en Madonna) myndir þú rjúka upp á hverjum morgni, hress eins og kornflexauglýsing!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 14.5.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband