Hvernig höndlar þú erfiðleikana?

Á föstudaginn var fórum við hjónin í matarboð til vinkonu minnar. Maðurinn hennar hefur mætt miklum erfiðleikum í lífinu og undir borðum barst talið að því sem Bretar og Bandaríkjamenn kalla „survival mechanism“. Hann sagðist ævinlega hafa hugsað með sér að almættið myndi ekki senda honum meira en hann gæti borið með góðu móti og sú hugsun færði honum styrk til að halda áfram. Meðan hann var að tala gerði ég mér grein fyrir að sjálf nota ég aðferð sem kölluð er „count your blessings“. Í hvert skipti sem vandræði mæta mér eða leiðindi banka upp á tel ég upp í huganum allt það góða sem er til staðar í lífi mínu og allt það sem ég er þakklát fyrir. Þetta gefur mér kraft til að mæta hverju sem er. Ég man líka alltaf eftir sögunni af gömlu konunni trúuðu sem var spurð þegar hvert reiðarslagið eftir annað reið yfir fjölskyldu hennar hvort hún bæði ekki guð að forða dætrunum frá meiri hörmungum. Sú gamla svaraði: „Nei en ég bið hann að veita þeim styrk til að takast á við erfiðleikana.“ Kannski erum við alltof hrædd við erfiðleikana og vantreystum okkur sjálfum. Líf mitt hefur alltaf verið auðvelt og mun meira af góðum hlutum sem ég get verið þakklát fyrir en vondum. Kannski er ég svona veik að guð hafi þess vegna ákveðið að hlífa mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þetta er athyglisvert. Ég er svona bómullarbarn sem máttarvöldin gera engar kröfur til, sniff. Everything's going my way.

Berglind Steinsdóttir, 5.6.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góðar pælingar. Um þetta gæti ég skrifað langar og misleiðinlegar króníkur og aukinheldur leirað heil býsn, en vegna óumræðilegs kærleika til mannkynsins, mun ég hlífa þér við því. Þetta að telja blessanir sínar er einmitt góður "coping mechanism" (aðferð til að fást við lífið..) Ég lofaði að hætta og nú hætti ég.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.6.2007 kl. 23:06

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Í lífinu munum við mæta bæði gleði og sorgum.  Fólk á bara of svo fáránlega erfitt með að taka því að það munu alltaf verða erfiðleikar og sorgir í lífinu.  Alltaf talað um hvað hitt og þetta sé ósanngjarnt osfrv.  Lífið er bara þannig - og maður á einmitt að count your blessings og ekki velta sér upp úr því hvort maður hafi átt eitt eða annað skilið

Svava S. Steinars, 5.6.2007 kl. 23:59

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kalla þetta fyrirbæri að "byggja upp þolþröskuld".  Það hafa komið tímar sem hafa verið í þungaviktarflokki í áfalladeildinni, og þá á sama tíma nánast, og maður aðlagar sig, það er ekki val um annað.  Ég tel mínar blessanir líka því ég er ánægð með lífið þrátt fyrir, eða kannski þess vegna, að ég hef fengið bæði súrt og sætt í vöggugjöf.  Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 00:45

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég vorkenni sjálfri mér alveg botnlaust!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.6.2007 kl. 12:09

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þegar ég hætti að botna í lífinu og mannfólkinu og jafnvel sjálfri mér sem kemur fyrir á stundum..hendi ég mér í heimspekina og andans mál og finn einhvern unaðslegan flöt sem lyftir mér og léttir lundina. Bætir útsýnið og kennir mér að lifa af á góðan hátt. Svo ég standi sterkari eftir. Þetta er alltaf spurning um útsýni finnst mér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 14:46

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir að minna mig á þina/mína aðferð.

Heiða Þórðar, 6.6.2007 kl. 23:35

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þennan pistil Steingerður. Sjálfur hef ég ekki átt auðvelt með ytri aðstæðurnar í mínu lífi, en svo framarlega sem að maður heldur sansi og glatar ekki eigin heilindum er allt í allrabestalagi. Don Birtingur. 

Hrannar Baldursson, 7.6.2007 kl. 00:52

9 identicon

Ef almættið sendir ekki meira en maður getur borið, þá  hefur hann mikið  álit  á  mér Ég ákvað ekki alls fyrir löngu að sæta mig við að ég þarf að gera alla hluti 100 sinum meðan aðrir í kringum mig þurfa aðeins að gera sömu hluti einu sinni, og af því að ég geri ráð fyrir 100 sinum núna, þá gengur lífið miklu miklu betur

Sigurveig Eysteins (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 01:53

11 identicon

Þú ert nokkuð mögnuð hér. Gaman að fylgjast með - Barnasáttmáli UN er bestur

sveinbjorn (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband