27.7.2008 | 19:53
Tungumálaörðugleikar?
Bloggar | Breytt 28.7.2008 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.7.2008 | 13:58
Æðruleysi og æruleysi
Við vorum að ræða um útvarpsmenn og hversu misjafnir þeir eru nú hér í vinnunni og þá datt mér í hug saga af þekktri útvarpskonu. Eitt sinn var hún með þátt í vikunni fyrir jólin og hringt var inn. Á línunni var maður sem sagði sínar farir ekki sléttar. Hann var að sjálfsögðu öryrki og illa staddur í lífinu og þennan dag hafði hann haldið af stað í bæinn til að kaupa jólagjafir og týnt veskinu sínu. Líkt og venjulega þegar veski týnast á Íslandi rétt fyrir jólin var aleiga hans í því. Útvarpskonunni gengu raunir mannsins að hjarta og hvað eftir annað æjaði hún og óaði meðan hann sagði söguna. Að lokum kvaddi hún manninn og sendi þessi skilaboð til hlustenda sinna: Ég vona bara að veskið finnist og ég bið skilvísan hlustanda að skila því nú inn. Það er svo agalegt að tapa svona ærunni rétt fyrir jólin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.7.2008 | 11:04
Heimur versnandi fer
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.7.2008 | 00:09
Slegist um krásina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.7.2008 | 10:41
Upp og niður, vestur og norður
Já, mikið skelfing getur það reynt á að vera í sumarfríi en nú er maður að komast í sitt daglega form aftur. Fyrri vikuna í fríinu var ég heima og sinnti alls konar störfum sem legið höfðu á hakanum. Á laugardegi lögðum við hjónin svo á stað vestur á firði. Fyrsta daginn keyrðum við sem leið lá um Barðaströnd og til Breiðavíkur. Þar var vel tekið á móti okkur og við fengum gistingu í notalegum gámi. Enginn Íslendingur getur sennilega ekið að þessum stað án þess að hugsa til Breiðavíkurdrengjanna og þjáninga þeirra. Leiðin liggur upp fjöll og niður brekkur og sennilega hefur barni sem hrifið var frá foreldrum sínum fundist það vera komið á heimsenda þegar Breiðavíkin blasti loksins við. Samt er þetta vinalegur staður. Opin,m breið vík með fallegri hvítri sandströnd. Sólin skein á hafflötin kvöldið sem við keyrðum þarna niður og tjaldstæðið fyrir framan hótelið iðaði af lífi. Við gistum í notalegum gámi en þegar ég gekk inn í húsið fannst mér erfitt að hrista af mér óhugnaðinn. Núverandi gestgjafar hjálpuðu þó sannarlega því þau eru glaðleg, vingjarnleg og þægileg. Um kvöldið fórum við út að Látrabjargi og þar náði ég næstum að snerta lunda. Lofthræðslan kom í veg fyrir að ég þyrði út á bjargbrúnina og prófasturinn var ekki nægilega hrifinn af mér til að vera tilbúinn að ganga til mín. Við gengum líka niður á ströndina í Breiðavík og það var merkilegt að sjá að gráir slípaðir fjörusteinarnir virtust skærbláir í hvítum sandinum þegar miðnætursólin baðaði þá ljósi. Daginn eftir heimsóttu við Minjasafnið að Hnjóti sem var ævintýralega skemmtilegt. Ég dáist að frumkvöðlum eins og Agli Ólafssyni og Þórði í Skógum sem voru nægilega framsýnir til að átta sig á að það gamla drasl sem Íslendingar voru mjög uppteknir af að henda á þeim tíma yrðu seinna menningarsögulegt verðmæti. Þarna eru ótal frábærir munir tengdir sjósókn en líka handavinna hagleikskvenna. Þær hafa verið vanmetnar hingað til að mínu mati en til allrar lukku hafa menn áttað sig á hversu miklir dýrgripir handvinnan er. Það var líka merkilegt að sjá hversu grannar konur hafa verið á árum áður. Það færu ekki margar nútímakonur í þessar flíkur. Eftir að hafa stoppað á Hnjóti ókum við vítt og breitt um Vestfirði, upp og niður fjallvegi meðal annars á eftir útlendingum sem keyrðu á 20 km hraða á klukkustund, frosnir af ótta og þorðu ekki fyrir sitt litla líf að hleypa Íslendingum fram úr. Við enduðum dag númer tvö norður á Ströndum og af því skal ég segja ykkur fleira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)