Þyngdarleysið og ástin

Alveg dásamleg frétt var birt á mbl.is í dag. Þar sagði frá kvengeimfara sem reyndi að ræna konu sem hún taldi keppinaut sinn um ástir geimstráks nokkurs sem unnið hafði með báðum. Í viðleitni sinni til að fremja hinn fullkomna glæp ferðaðist konan langan veg með bleiu til að þurfa ekki að stoppa og sinna þörfum náttúrunnar og þar með búa til væntanleg vitni að ferðum sínum. Hún setti síðan upp hárkollu og fylgdi fórnarlambi sínu eftir í þeim dularbúningi allt þar til hún réðst á það á bílastæði fyrir utan flugvöll. Þegar lögregla handtók þennan ástsjúka geimfara var hann vel vopnaður piparúða, kylfu og gott ef ekki rafmagnsbyssu. Kona þessi fór í ferð með geimferjunni Discovery og nú veltir maður fyrir sér hvort síðasta glóran í kollinum á henni hafi svifið út um eyrun í þyngdarleysinu. Blessuð manneskjan er víst gift og þriggja barna móðir. Mikið skelfing hlýtur að vera gaman að vera dóttir eða sonur hennar þessa dagana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Hahha, já, kannski andað af sér of miklu geimryki ?

Svava S. Steinars, 6.2.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband