Að missa flösku eða missa ekki flösku

Ég var að horfa á breskan sakamálaþátt Draugasveitina í Ríkissjónvarpinu í gær. Þetta er ágætur þáttur en mikið skemmti ég mér konunglega þegar á skjánum birtist unaðsleg þýðing. Ein persónan var að ræða við aðra um ástæður þess að málið sem lögreglusveitin var að vinna að fór allt í hina verstu flækju og að hallinn niður á við hafi byrjað  „... after Billy lost his bottle.“  Þetta var þýtt „eftir að Billy missti flöskuna.“ Hins vegar er augljóst að hér er átt við að Billy hafi misst kjarkinn. Æ! mikið væri lífið fátækt ef ekki kæmu af og til svona stórkostlega þýðingar í sjónvarpi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhaha, ég elska þýðingarvillur!

Ég var að dissa þig á blogginu mínu ... þú ert kannski búin að sjá þetta. Hahhehh. Misskildir getraunina, ekki sú eina ... Knús, hlakka til að sjá þig á laugardaginn! 

Guðríður Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Hahahah, Billy þarf að halda fastar um flöskuna sína, það er ljóst

Svava S. Steinars, 7.2.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband