21.2.2007 | 22:51
Forest Whitaker fær óskarinn
Ég sá myndina The Last King of Scotland í gær og var bókstaflega eins og kýld ofan í sætið á eftir. Myndin er mögnuð og Forest leikur þetta frábærlega. Ef hann fær ekki óskarinn fyrir þessa mynd skal ég éta hattinn minn. Ég var líka heilluð af James McAvoy sem lék Nick Garrigan. Persónan var það áhugaverð að ég fletti upp á Netinu í dag og komst að því að hún var ekki til í raunveruleikanum en var búin til af rithöfundinum Giles Foden sem hefur skrifað mikið um Afríku.
Athugasemdir
Best að gefa þér hatt í hvelli. Ef hann fær ekki verðlaunin er ég samt til í að sjá þig éta hattinn.
Svava S. Steinars, 21.2.2007 kl. 23:47
Ég skal baka hatt handa þér og þá getur þú étið hann, ef þú þarft!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.