Páskakveðjur

Ég og sonur minn sendum hvort öðru þessar páskakveðjur í gærkveldi eftir að hann hafði borðað hjá mér.

Eitt sinn var ungur maður
sem varð rosalega glaður
þegar fékk hann naut
og leysti þraut
sem snerist um bölvað þvaður.

Þetta síðasta vísar auðvitað til krossgátu Morgunblaðsins en við mæðginin erum bæði forfallnir krossgátufíklar.
Svarið sem ég fékk var svona:

Þessi maður var einkar góður
en átti snaróða móður.
Hún með vísum hann hrelldi
og vöngum velti
um fokdýrt svínafóður.

Ég veit ekki hvort svínafóðrið sem verið er að tala um er nautahryggurinn sem ég eldaði handa syninum og kærustu hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband