Með réttarmeinafræðing á heimilinu

Tíkin Freyja á alltaf sinn eigin bangsa. Með hann druslast hún í kjaftinum fram og aftur um húsið og jafnvel í langa göngutúra. Á stundum er hún góð og blíð við þessi leikföng sín en þess á milli siðar hún þau óþyrmilega. Eins og að líkum lætur endast tuskudýrin mislengi en alltaf endar það með að saumar gefa eftir og innvolsið vellur út. Á laugardaginn var gaf sig svo óvenjulega harðger flóðhestur úr IKEA og síðan hef ég ekki gert annað en að tína upp hvíta hnoðra sem svífa hér um gólfin. Í gærkveldi var ég búin að fá alveg nóg af þessu og hvæsti á hundinn: Viltu gera svo vel að færa þessar krufningar þínar út úr húsinu. Þetta fannst börnunum mínum bráðskemmtilegt og sérstaklega í ljósi þess að móðir þeirra hefur legið í ótal sögum af réttarmeinafræðingum sem leysa flóknustu sakamál með innsæi, gáfum og nákvæmni. Ég tala af reynslu þegar ég fullyrði að það er allt annað að vera með einn slíkan inn á heimilinu en bara að lesa um þá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Ég var viðstödd þegar flóðhesturinn lét lífið og innvolsið fór að streyma út.  CSI liðið yrði ekki lengi að leysa þetta morðmál.  Glæpamaðurinn elti mann nefnilega um allt hús með líkið.

Svava S. Steinars, 10.4.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband