Mörg eru lífsins vonbrigði

Við Freyja gengum um Kópavogsdalinn í morgun eins og venja er. Tvær feitar og pattarlegar stokkendur vögguðu eftir gangstéttinni fyrir framan og okkur. Freyja áleit að þær væru að bjóða henni til skrafs og ráðagerða og hljóp því eins byssubrennd á eftir þeim. Endurnar stukku umsvifalaust í sjóinn og syntu burtu. Á gangstéttinni stóð eftir vonsvikinn gulur hundur og horfði á eftir öndunum með svip sem sagði: „Hvurslags dónaskapur er þetta. Þið kallið á mig og stingið svo af.“ Þegar reigingsleg grágæs kom í ljós í fjöruborðinu jafnaði tíkin sig og ákvað að beina athygli sinni að henni í staðinn. Gæsin reyndist ekkert vinalegri og flaug burtu. Já, mörg eru lífsins vonbrigði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fuglar hafa alltaf verið fuglslegir í samskiptum og það er ekkert að lagast greinilega.  Bið að heilsa voffa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 15:51

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, alltaf smá hegðunar - og samskiptafræðileg vandræði milli dýrategunda. Maður hefur tekið eftir því.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.4.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband