Brotin raðast saman

downloadÉg ætla að leyfa mér að fullyrða að Brotin eftir Jón Atla Jónasson sé besta íslenska sakamálasaga þessa árs og já ein sú besta sem ég hef lesið lengi. Tek það fram að þar um umtalsverðan fjölda að ræða svo þetta álit er byggt á góðri tilfinningu fyrir vel fléttaðri glæpasögu. Jón Atli skapar eitt áhugaverðasta spæjara tvíeyki þeirrar bókmenntagreinar svona almennt þótt þau séu mörg eftirtektarverð. Þau Rado og Dóra eru brotin hvort á sinn hátt, hún með heilaskemmd eftir vinnuslys, hann með byrðar flóttabarnsins á bakinu. En bæði eru skarpskyggn, með athyglisgáfuna í lagi og ekki tilbúin að sleppa takinu af rannsókn fyrr en hún er til lykta leidd. Jóni Atla tekst að byggja upp spennu og vekja slíka forvitni að ég gat ekki lagt frá mér bókina og hann styttir sér aldrei leið. Hver einasti þráður er fastofinn, fellur fullkomlega inn í mynstrið og raknar ekki upp. Það er einfaldlega svo að eftir að maður hefur lesið glæpasögur í hálfa öld þá eru ýmsar brellur orðnar fyrirsjáanlegar og lausnin oft ljós strax í fyrstu köflunum. En hér er það ekki þannig. Margt kemur á óvart og engin ódýr leið farin að því að reifa málið í lokin. Ég vona sannarlega að Jón Atli eigi eftir að skrifa fleiri svona bækur og ég er strax farin að hlakka til næstu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband