Draumar, fyrirbošar og fyrirheit

downloadĮramót marka lok hins gamla og nżtt upphaf ķ hugum flestra. Lķklega er fleirum en mér žį žannig fariš aš žeir kjósi aš taka vel eftir öllu sem gerist ķ kringum žį og leita aš vķsbendingum og fyrirbošum ķ żmsum. Slķk tįkn geta svo styrkt mann og eflt ķ aš gera žęr breytingar sem žarf til aš bęta lķfiš en lķka hjįlpaš til viš aš urša žaš gamla. 

Nżįrsnótt er töfrum slungin og žį taka kżrnar til viš aš tala og įlfar aš flytja bśferlum. Į sumum heimilum er žaš fastur lišur aš kķkja ķ bolla, leggja spil eša rįšgast viš rśnir į gamlįrskvöld. Margir leggja einnig mikiš upp śr žvķ aš muna žį drauma sem žį dreymir į nżįrsnótt. Hvort sem menn trśa į ęšri mįtt, stokka og steina, forlög eša mįtt sinn og megin er žaš skemmtilegur samkvęmisleikur aš leita svara ķ spilastokk, bolla eša draumtįknum. Flestir laumast lķka til aš lesa stjörnuspį fyrir sitt merki og įrspį Siggu Kling įbyggilega rosalega vinsęl.

0002946859Bókin Fyrirbošar, tįkn og draumrįšningar eftir Sķmon Jón Jóhannsson veitir mönnum fęri į aš skoša żmislegt tengt įramótum og öšrum tķmamótum. Lķtum į nokkur atriši af žeim sem standa til boša į nżįrsnótt.

„Stillt og bjart vešur į gamlįrsdag er fyrirboši žess aš nęsta įr verši gott.

Vont vešur į nżįrsdag bošar storma į komandi įri.

Sé ķ manni ólund um įramót veršur įriš erfitt en lķši manni vel veršur įriš farsęlt.

Gęta veršur žess aš hafa peninga ķ vasanum žegar nżtt įr gengur ķ garš žvķ annars verša menn blankir allt įriš.

Žaš sem menn gera į nżįrsdag munu žeir gera oft į komandi įri. Žess vegna er gott fyrir menn aš kyssa einhvern svo žeir verši kysstir oft nęsta įriš, eša klęšast nżjum fötum žvķ žį eignast žeir margar nżjar flķkur į įrinu.

Menn eiga aš varast aš gefa gjafir į nżįrsdag eša fara meš eitthvaš burtu af heimilinu. Žį tapa žeir einhverju į įrinu.

Komi dökkhęršur karlmašur fyrstur inn į heimiliš eftir mišnętti į gamlįrskvöld bošar hann gott en žaš er ills viti komi ljóshęršur mašur fyrstur inn į heimiliš į nżhöfnu įri og hręšilegt sé viškomandi raušhęršur. Žaš bošar einnig illt ef konur eša rangeygšir eru fyrstu gestir į nżįrsnótt.

Žaš er ólįnsmerki aš hengja upp dagatal fyrir nęsta įr įšur en klukkan slęr tólf į gamlįrskvöld.

Svo er aš marka allt sem menn dreymir į nżįrsnótt.“

download-2Žarna er margt fróšlegt og gott aš finna og um aš gera aš gęta žess aš dökkhęršur mašur gangi fyrstur inn um dyrnar į heimilinu žessi įramótin. Nś og svo mį prófa aš hoppa inn ķ nżja įriš eins og fręndur okkar Danir gera en menn bešnir aš fara varlega. Žeir hoppa nefnilega ofan af stól og ég hafši spurnir af konu sem fótbraut sig viš aš tryggja sér lukku meš žvķ móti.

Sumir vilja gera upp öll gömul mįl į gamlįrskvöld og greiša skuldir sķnar. Ašrir strengja heit og žau algengustu snśast um aš hętta einhverju:

  • Hętta aš reykja
  • Hętta aš drekka
  • Hętta aš borša óhollan mat

Nęstalgengast er svo aš heita žvķ aš byrja į einhverju:

  • Byrja ķ ręktinni.
  • Byrja ķ nżrri vinnu.
  • Byrja aš spara.
  • Byrja nżtt lķf.

Sumir eru svo ekkert sérlega bjartsżnir į mįtt įramótaheita en žeir telja samt sem įšur gott aš lofa sér einhverju. Žeirra heit eru oft almenns ešlis eins og aš vera góš/ur viš sķna nįnustu, gęta žess aš sęra ekki ašra, sżna umhyggjusemi og gefa af sér. Žaš er gott aš setja sér markmiš og vinna ötullega aš žeim og įramótin eru vissulega góš tķmamörk aš miša viš. En žaš er alltaf best aš ętla sér ekki um of og muna aš guš mun rįša hvar viš dönsum nęstu jól.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband