Bráðsnjall bókamaður

downloadFyrir fleiri árum en ég kæri mig um að muna rakst ég á stórskemmtilegar glæpasögur eftir John Dunning um bókamanninn Cliff Janeway. Þessi fyrrum lögga er gerðist fornbókasali flæktist alltaf reglulega í erfið morðmál sem oftar en ekki tengdust líka aðaláhugamáli hans gömlum bókum. Ég hef verið ansi fíkin í leynilögreglusögur allt frá því ég byrjaði að lesa Agöthu Christie en hinn frábæri snúningur á fléttunni í sögum John Dunning var gersamlega ómótstæðilegur að mínu mati og ég gleypti þessar bækur í mig.

John Dunning er bandarískur fæddur árið 1942. Hann hóf ferilinn sem blaðamaður á Denver Post en hætti til að helga sig ritstörfum. Eftir deilur við útgefendur sína tók hann sér hlé og opnaði fornbókasölu, The Old Algonquin Bookstore. Hann sérhæfði sig í að hafa upp á sjaldgæfum bókum og fyrstu útgáfu klassískra verka. Sá atvinnurekstur varð til þess að persóna Cliffs Janeways varð til en hann líkt og höfundurinn hafði gott auga fyrir gömlum bókum og var afburðasnjall í að hafa upp á góðum eintökum og fyrstu útgáfum. Hins vegar fylgdi sá böggull oft skammrifi þegar Cliff var við störf að morð voru framin og bókamaðurinn neyddur til að nýta athyglisgáfu og skarpskyggni lögreglumannsins til að leysa gátuna um hver morðinginn væri.

download-2Bækurnar um Cliff urðu fimm og titilinn vísaði ávallt á einhvern hátt til bóka. Booked to Die var sú fyrsta, The Bookman‘s Wake kom næst, þá The Bookman‘s Promise, fjórða The Sign of the Book og að lokum The Bookwoman‘s Last Fling. Þetta eru bráðskemmtilegar sakamálasögur og vel skrifaðar. Líklega hefur John talið að hætta bæri hverjum leik þá hæst hann stæði því hann lét þetta nægja um fornbókasalann snjalla. Hann skrifaði hins vegar fimm aðrar skáldsögur, tvær nóvellur og tvær sögulegar bækur um sögu útvarpsins í Bandaríkjunum. Ég hef hins vegar ekki lesið neitt annað en sakamálasögurnar og get því ekki dæmt um gæði þeirra. John Dunning rak einnig lengi fornbókasölu sína á netinu til að hafa meiri tíma til að skrifa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband