Matreiðslubók með fróðleiksmolum

downloadNýlega var mér bent á skemmtilega matreiðslubók. Uppskriftir Valerios frá Napólí. Ég hef alltaf verið hrifin af ítölskum mat og svo ég sló til og keypti eintak. Ég vissi hver Valerio Garigiulo var því bók hans Ótrúlegt ferðalag lunda frá Napólí hafði komið inn á borð hjá mér og það fallið í minn hlut að skrifa um hana. Sú saga var athyglisverð og hélt lesandanum allt til enda. Hið sama á við uppskriftirnar. Inn á milli eru áhugaverðir punktar um matarhefðir Napólíbúa, hráefnin sem þeir nota og þá hugmyndafræði sem býr að baki réttunum. Við kynnumst einnig sögu borgarinnar og persónu kokksins sem skrifar. Ég er þegar búin að prófa tvo rétti, rjómapasta með rækjum og hvítlauk og Caprese-salat sem ég hef reyndar gert áður. Bókin er ekki á fullkominni íslensku en það skipti mig litlu og ég átti auðvelt með að fylgja höfundi. Ef menn vilja prufa sig áfram í einfaldri, hollri og skemmtilegri matargerð gefur þessi bók fínt tækifæri til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband