Eðlilegt að óttast óvissuna

TilHamingjuMedAdVeraTil_72-1Sigríður Soffía Níelsdóttir dansari og listamaður greindist með brjóstakrabbamein fyrir um það bil þremur árum. Hún nýtti veikindin sem innblástur í listaverk og gleðigjafa fyrir aðra. Meðal annars má nefna að hún hannaði ilmvatn og líkkjör úr blómum sem ræktuð eru á Íslandi og heitir það verkefni Eldblóm. Nýlega kom síðan út áhrifamikil ljóðbók, Til hamingju með að vera mannleg, og 19. apríl verður frumsýnt dansverk í Þjóðleikhúsinu með sama titli. Hann er tilvitnun í lækni sem Sigríður Soffía hitti á spítalanum á leið í meðferð. Ljóðin eru beinskeytt, lýsandi og stundum beinlínis upptalning á staðreyndum. Hún vísar einnig í orð annarra sem hafa veitt henni huggun og styrk og leikur sem með uppsetningu orðanna á síðunni. Allt þetta ber vott um svo skapandi og skemmtilegan huga að ekki er hægt annað en að hrífast með. Sigríður Soffía er þekkt fyrir eldverk sín, í formi flugeldasýninga á menningarnótt og hér er að finna sömu leikgleði, löngun til að hreyfa við og opna á nýjar túlkunarleiðir og form og skynja mátti í þeim. Ég naut þess að lesa þessa bók og harðákveðin í að skella mér í Þjóðleikhúsið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband