Barįttan gegn ólęsi

download-1Ķsland hafši lengi mikla sérstöšu hvaš varšar almennt lęsi. Fręšsluskyldu var komiš į hér strax į įtjįndu öld og foreldrar kenndu börnum sķnum aš lesa. Žaš var metnašarmįl aš žau vęru lęs og skrifandi žegar sóknarprestur kom ķ vitjun og prófaši žau. Bękur voru lykill aš žekkingu og vķša į fįtękum heimilum voru til bękur žótt vart vęri žar mįlungi matar. Öll börn žurftu svo aš lęra kveriš svokallaša fyrir fermingu og mįttu eiga von į aš vera spurš śt efni hennar. Kveriš var bók Marteins Lśthers, Fręšin minni, hennar bókar var fremur tyrfiš og ekki vķst aš öll börn hafi skiliš innihaldiš žótt žau kynnu oršin, enda lęršu žau textann utanaš og gįtu svaraš vélręnt. Žetta viršist aš sumu leyti vera stašan hjį mörgu ungu fólki ķ dag. Žaš les hęgt og skilur lķtiš af textanum. Gamlir mįlshęttir og orštök eru oršin ķslenskum börnum gersamlega óskiljanleg jafnvel žótt oršin séu einföld og ljós. Lesskilningur ķslenskra barna minnkar.

downloadŽótt tęknin hafi opnaš margar nżjar leišir til aš afla sér žekkingar og engin įstęša lengur til aš lęra utanaš nokkra bók er lestur engu aš sķšur lykllinn aš ansi mörgu ķ žessu lķfi. Tl aš žekkja rétt sinn ķ samfélagi, geta varast svik, fundiš rétta leiš aš nęsta įfangastaš og įttaš sig į hvaša vöru er veriš aš kaupa ķ nęstu matvöruverslun. Žaš sorgleg stašreynd aš tališ er aš ein af hverjum fimm manneskjum hér į jörš séu ólęsar. Vķša stafar žetta af fįtękt og žvķ aš börn hafa ekki ašgang aš menntun. Į Vesturlöndum fer ólęsi hins vegar vaxandi vķša žrįtt fyrir aš žar standi skólar börnum opnir og allir hafi tękifęri til aš afla sér menntunar ef žeir óska žess. Ein įstęša žessa kann aš vera aš ekki sé lögš nęg rękt viš aš bregšast viš sértękum nįmsöršugleikum eša sinna börnum sem žurfa af einhverjum įstęšum meiri stušning en önnur. Įhugahvöt til aš lęra lestur og lesa viršist einnig į undanhaldi ķ įkvešnum hópum og ekki gengiš nęgilega vel aš endurvekja hana. Vķša eru starfandi samtök sem berjast gegn ólęsi og bjóša fulloršnu fólki ašstoš til aš bęta lestrarkunnįttuna. Kannski er žörf į slķku hér į landi og ef svo er finnst mér žaš sorgleg stašreynd hjį bókažjóšinni miklu. 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband