Rithöfundar færa fórnir

8901496d-5c45-976e-5330-4ece0f291560Mikla athygli vakti i nýlegum sjónvapsþætti Auðar Jónsdóttur um nöfnu sína Haraldsdóttur rithöfund lýsing hennar og Magneu J. Matthíasdóttur af þeim ofsóknum sem þær sættu vegna bóka sinna. Í báðum tilfellum hafði þetta mikil áhrif á að þær hættu að gefa út skrif sín sem er mikill skaði. Til allrar lukku hafa báðar stigið fram aftur og gefið út bækur á þessu ári en þetta leiddi hugann að því að rithöfundar færa fórnir.

Í fyrra bárust til að mynda fréttir af því að vopnaður maður hafi ruðst upp á svið í the Chautauqua Institution í New York og stungið rithöfundinn Salman Rushdie fóru eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Til allrar lukku virðist hann ætla að lifa þessa fólskulegu árás af en í ellefu ár neyddist Salman til að lifa í felum eftir útkoma bókarinnar Söngvar Satans.

Salman er er langt frá því að vera eini rithöfundurinn í gegnum söguna sem þurft hefur að óttast um líf sitt og þeir eru margir á flótta undan öfgaöflum í heimalöndum sínum eða hatursmönnum sem líkar ekki við skrif þeirra. Nefna má Lydiu Cacho Ribeiro frá Mexico en hún býr við ofsóknir og hótanir og hefur gert árum saman. Hið sama má segja Shakthiku Sathkumara frá Sri Lanka, Stellu Nyanzi frá Úganda, Nedim Turfent frá Tyrklandi og Galal El-Behairy, frá Egyptalandi. Sumt þetta fólk var fangelsað og sat inni árum saman án þess að mál þeirra fengju meðferð fyrir dómstólum. Allt vegna þess að þetta hugrakka fólk ákvað að verja tjáningarfrelsið og segja frá óréttlæti á skáldlegan hátt.

Ayaan Hirsi Ali var beinlínis í lífshættu í Hollandi eftir gerð var kvikmynd eftir bók hennar Frjáls og leikstjóri myndarinnar, Theo van Gogh, var myrtur. Það þekkist einnig að útskúfa rithöfundum sem ekki þykja nægilega sammála yfirvöldum í heimalandi sínu og oft eru þeir gerðir útlægir. Nasistar brenndu óæskilegar bækur á báli og stjórnvöld víða kjósa að banna tilteknar bækur og höfunda. Slík ritskoðun þekkist líka á vesturlöndum og víða í Bandaríkjunum neita bókasöfn að hafa ákveðnar bækur í hillum sínum, ein slíkra er The Catcher in the Rye eftir J.D. Salinger. Hér á landi hefur lítið farið fyrir því að banna bækur en ýmsar barnabækur hafa verið endurskoðaððar og látnar hverfa og taldar börn síns tíma. Það verður auðvitað alltaf umdeilt en hver veit nema útþynntar bækur Roalds Dahl verði einhvern tíma gefnar út hér. 

Tharsemmalbikidendar_72ptAuður og Magnea eru hins vegar jafnflottir höfundar nú og þær voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og vonandi koma fleiri bækur frá þeim nú þegar ísinn hefur verið brotinn og andinn í samfélaginu annar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband