Sterkasta ástin

downloadSagt er að móðurástin sé sterkust allra tilfinninga. Í Himinópið eftir Mons Kallentoft er hún einmitt í lykilhlutverki. Lítill drengur finnst látinn í bíl á bílastæði á sjóðheitum degi. Móðirin hefur glímt við kulnun og minnisleysi í kjölfarið og allt bendir til þess að hún hafi gleymt að fara með drenginn á leikskólann og skilið hann eftir í bílnum. Þetta er hræðilegur dauðdagi en þegar móðirin finnst myrt fer rannsókn Malinar Fors og félaga hennar á fullt. Var hún drepin af einu þeirra nettrölla sem fordæmdu hana eða liggur sannleikurinn í nærumhverfi ungu konunnar? Mons Kallentoft er sænskur blaðamaður og rithöfundur og þetta er hans tólfta bók um Malin Fors lögregluforingja. Þetta eru lipurlega skrifaðar bækur, spennandi og vel unnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband