17.6.2023 | 22:55
Sterkasta ástin
Sagt er að móðurástin sé sterkust allra tilfinninga. Í Himinópið eftir Mons Kallentoft er hún einmitt í lykilhlutverki. Lítill drengur finnst látinn í bíl á bílastæði á sjóðheitum degi. Móðirin hefur glímt við kulnun og minnisleysi í kjölfarið og allt bendir til þess að hún hafi gleymt að fara með drenginn á leikskólann og skilið hann eftir í bílnum. Þetta er hræðilegur dauðdagi en þegar móðirin finnst myrt fer rannsókn Malinar Fors og félaga hennar á fullt. Var hún drepin af einu þeirra nettrölla sem fordæmdu hana eða liggur sannleikurinn í nærumhverfi ungu konunnar? Mons Kallentoft er sænskur blaðamaður og rithöfundur og þetta er hans tólfta bók um Malin Fors lögregluforingja. Þetta eru lipurlega skrifaðar bækur, spennandi og vel unnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.