Góðar og illar vættir

downloadUrðarhvarf eftir Hildi Knútsdóttur er ekki löng saga en eftirminnileg. Þessi nóvella segir frá nokkrum dögum í lífi Eikar. Hún er einfari, býr ein og á fáa að. Ketti elskar hún hins vegar og leggur mikið á sig til að bjarga villiköttum. Kvöld eitt fer hún ásamt öðrum til að reyna að ná læðu með fimm kettlinga í Urðarhvarfi. Þar sér hún bregða fyrir veru, vætti eða skrímsli sem hún þekkir, hefur hitt áður. Endurfundirnir verða hins vegar sögulegir því umsnúningur verður á hvernig Eik skynjar þennan vætt í lífi sínu. Þetta er falleg saga og mjög myndræn. Táknin eru mörg og hægt að kafa djúpt í hvernig þau birtast í söguþræðinum en sterkust er hún fyrir það að í lesandanum situr einhver ljúfsár tilfinning og ákveðin gleði að lestri loknum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband