15.8.2007 | 09:22
Slagurinn óvenju snemma á ferðinni
Þessi einstaklega skiljanlega fyrirsögn er á frétt á visir.is um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Ég sé þetta alveg fyrir mér: slagurinn færist líkt og hvirfilbylur yfir öll Bandaríkin og eirir engu. Menn dragast með í slagsmálin og ráða ekki neitt við neitt en vita þó að hann er óvenjusnemma á ferðinni að þessu sinni. Kannski er þetta maður sem heitir Slagur og ætlar sér í forsetaframboð en hefur margreynt það áður og ekki tekist og það er þess vegna sem menn slá þessu svona fram: Slagurinn óvenju snemma á ferðinni. Já, ræfillinn hann var vonglaður og byrjaði því snemma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.