Ellileg dóttir

Eva hóf störf sem skólaliði í Ísaksskóla núna í vikunni og gengur svona líka vel í vinnunni. Menn eru yfir sig hrifnir af henni og hún kemur ljómandi heim á hverju kvöldi því alltaf er verið að hrósa henni. Í gær vék sér að henni lítil fimm ára stelpa og sagði: „Hvað heitir þú?“ „Eva,“ var svarið. „Hvað ertu gömul?“ kom þá. „Hvað heldur þú?“ Spurði Eva. „Fjörutíu og fimm,“ sagði litla krílið glaðlega. Dóttir mín er greinilega ekkert sérlega ungleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Ég starfaði sem aðstoðrmaður í gestamóttöku Hótels Loftleiða er ég var 17 ára, þar skartaði ég svörtum jakkafötum með gylta strípur og gylta hnappa, í hvítri skirtu með svart bindi. á eftirlitsferðum mínum um hæðir Hótelsins kom ég oft við í kaffi með þernunum, en þær voru sífelt að spyrja mig um aldur, en ég hafði mest gaman af því að heyra ágiskanir þeirra, því flestar sögðu mig vera 28 ára, þó var ein sem vissi að ég var bara 17 en hinar trúðu því ekki. Enn í dag lít ég á mig sem 28 ára, allavega í anda og ætla að halda því nokkuð áfram. Svo aldur er afstæður, því í dag er ég orðin afi og stoltur af því. Ef allt er talið þá eru nítján ár, frá því ég varð afi fyrst, en ég á tvö stjúpbörn sem eiga samtals fimm börn, elsta er 19 og það yngsta er á þriðja ári. Kær kveðja Jón

Jón Svavarsson, 24.8.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband