Sælgætissúpa í góðum félagsskap

Í hádeginu fór ég á súpufund hjá Kvenréttindafélaginu og hlustaði á Maryam Namazie flytja erindi er nefnist: Women´s Rights, the Veil and Islamic Rule. Hún kom hingað til lands á vegum Siðmenntar og á vef þeirra, www.sidmennt.is er að finna grein eftir hana sem þýdd hefur verið á íslensku og þar sem hún segir svipaða hluti og hún gerði í erindinu í dag. Þetta var einstaklega áhugavert sérstaklega í ljósi þess að hún benti á að trúarbrögð og ríkisvald verður skilyrðislaust að aðskilja. Ef það er ekki gert fara trúarbrögðin að hafa óæskileg áhrif á lagasetningar og framkvæmd laga í samfélaginu. Eins og hún benti á þá eru trúarbrögðin ekki slæm en þegar þau eiga að ráða lífi þjóða er skrattinn laus, ef svo má að orði komast. Trú er einkamál hvers og eins og hver einstaklingur á að iðka sína trú á sinn hátt án þess að reyna að kúga henni upp á aðra. Og í ljósi þessi er ekki tími til kominn að við horfumst í augu við það að þjóðkirkja er tímaskekkja jafnvel þótt hún sé jafnafskiptalítil og sú íslenska.

Hér eru nokkrar frekari upplýsingar um Maryam. Hún fæddist í Íran en fluttist síðar með fjölskyldu sinni til Bretlands. Hún menntaðist í Bandaríkjunum þar sem hún bjó um nokkurt skeið. Hún er nú búsett á Bretlandi og hefur látið mjög að sér kveða í baráttunni fyrir auknum mannréttindum kvenna einkum íslamskra kvenna. Hún er harðorð í garð Íslamstrúar og hefur reynt að aðstoða flóttamenn frá Íran og þá sem búa þar enn og þjást undir stjórn klerkanna. Frekari upplýsingar um Namazie er að finna á heimasíðu hennar http://www.maryamnamazie.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband