Klóra sína lúsugu búka

Ég fékk hreint unaðslegan tölvupóst áðan. Kunningjakona mín sem er af þýskum uppruna sendi mér póst þar sem minnst var á Þjóðarbókhlöðu og Landsbókasafn en eitthvað brenglaðist pósturinn í meðförum milli minnar tölvu og hennar. Þannig varð Landsbókasafn Íslands að Landsbúkasafni Öslands og Þjóðarbókhlaðan að Þjóðarbúkhlöðunni. Þetta hefur skemmt mér ósegjanlega mikið síðastliðinn hálftíma. Af einhverjum ástæðum finnst vinnufélögum mínum þetta ekki alveg jafnfyndið svo þeir kíma aðeins lítillega á meðan ég veltist um í viðurstyggilegum hláturrokum og velti fyrir mér hvernig þjóðarbúkur Íslendinga líti út. Í póstinum var líka talað um skúlabúkaksafn. Hugsið ykkur alla aumingja Skúlana sem nú trítla búklausir um götur bæjarins vegna þess að búkar þeirra eru orðnir safngripir. Þetta minnir okkur auðvitað líka á vísuna góðu um Mýramenn sem í koppa sína kúka og klóra sína lúsugu búka. Já, ætli búkurinn sé ekki suður í Borgarfirði rétt eins og botninn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér eruð búklaus kúkhaus

Andri (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:27

2 identicon

Ó minn kurteisi sonur.

steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

hahahaha Þetta Er sko fyndið. Sonur yðar líka..hehe.

Svo finnst mér líka alltaf fyndið að þegar eðið gleymist verður maður maur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 08:52

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sé þig í hlátur-spassa-kastinu... Mér finnst þetta líka býsna fyndið! Það er einmitt auðvelt að hella sér í afleiddar vangaveltur eftir svona leik með mál... viljandi eða óviljandi...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:21

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nú sprakk ég   .... og er ennnnnn að hlæja

Marta B Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband