25.9.2007 | 16:32
Nú er komið hrímkalt haust
Rokið og rigningin undanfarið hefur lítið pirrað mig. Á þessum fjórum árum sem liðin eru síðan ég fór í hundana hef ég lært eftirfarandi: 1. Veðrið er aldrei eins slæmt og það lítur út fyrir að vera út um gluggann. 2. Ef gengið er í skóginum í Heiðmörkinni er alltaf logn. 3. Rigningin er besta húðhreinsun sem um getur. 4. Veðurblíða er stórlega ofmetin.
Undanfarið höfum við Freyja gengið tvisvar sinnum í Búrfellsgjánni. Í fyrra skiptið var sól og blíða þannig að ég fór í flíspeysunni og gekk á stuttermabol. Við nutum þess að skoða dumbrautt bláberjalyngið þar sem það kallaðist á við heiðgulan víðirinn og rústrautt krækiberjalyng. Freyja hefur reyndar lítinn áhuga á litadýrðinni en elskar að hoppa í kjarrinu og þefa af mosanum. Í seinna skiptið fór Gummi með okkur og þá þaut rokið fyrir ofan okkur en logn var í gjánni sjálfri. Þetta er hreinlega yndislegt.
Athugasemdir
Já mamma mín, ég er að uppgötva það sama og 1. fullyrðing gefur þar sem að ég er að vinna í ísaksskóla og fer út að minnsta kosti tvisvar á dag með krakkana og það er alveg ótrúlegt hvað maður getur búið til í hausnum á sér hvað veðrið er slæmt þegar maður lítur út um gluggan.
Eva Halldóra (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:48
En hvað ég trúi þér. Fínar veðurupplifunarpælingar. Allt veður er gott og yfirleitt er ekkert slæmt jafn slæmt og maður heldur það vera. Hitt verð ég að játa, að í yfirgengilegu roki með regnbyljum, verð ég alltaf pirruð og skapvond. Stundum allt að því svartsýn og er þá langt jafnað. Kannst einhver við þetta?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.9.2007 kl. 23:05
Haustin eru yndisleg! Get ekki beðið með að fara í leikhús t.d.
Heiða Þórðar, 28.9.2007 kl. 12:19
Til hamingju með daginn skvís
Aðalheiður Magnúsdóttir, 1.10.2007 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.