12.2.2008 | 09:13
Páskahérinn og bollurnar
Ég er óforbetranlegur sælkeri og sykurfíkill. Hana, ég viðurkenni þetta bara sisvona. Undanfarnir dagar hafa nefnilega verið martröð. Í öllum búðum vella nú páskaegg úr pappakössum og blasa við í þar til gerðum eggjabökkum. Þetta er hræðilega eggjandi því í þeim sameinast tvær helstu ástríður mínar í lífinu, snjallyrði eða orðskviðir og súkkkulaði. Ég á verulega bágt þessa dagana og á von á að ummálið aukist umtalsvert fram að páskum ef páskahérinn miskunnar sig ekki yfir mig og forðar hluta af þessum litlu freistingum úr augsýn.
Athugasemdir
Merkilegt hvað flest allt gott er annað hvort stimplað óhollt eða bannað.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.2.2008 kl. 09:54
Mikið er ég sammála þér hér. Mér væri reyndar sama um páskaeggin ef ekki væri fyrir málsháttinn. #1 frá Nóa finnst mér best mmmmm.........
passlegur skammtur af sykri og fitu með góðu glasi af undanrennu.
Gúnna, 13.2.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.