29.2.2008 | 09:44
Vegleg verðlaun
Á dögunum villtist ég inn á vef Mjólkursamsölunnar og tók þátt í einhverri getraun þar sem þekkja átti höfund ljóða. Þetta tókst mér svo bráðvel að í gær fékk ég senda tilkynningu um að ég hefði unnið veggspjald með mynd af Jónasi Hallgrímssyni. Ég gladdist ósegjanlega, enda þessi eina mynd sem ég hef séð af Jónasi glæsileg og til að vitna nú í merkan persónu þá myndi svoleiðis skraut sannarlega „tie the room together.“ Af einhverjum ástæðum ætla ég nú samt að láta hjá líða að sækja veggspjaldið góða.
Athugasemdir
Til hamingju
Gæti nú orðið góður göngutúr fyrir þig og hundinn, að sækja verðlaunin.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.2.2008 kl. 10:51
Nú setur hana á ísskápinn
Einar Bragi Bragason., 29.2.2008 kl. 11:13
Frábært til hamingju, svona er allt gott fyrir sjálfið.
Kolbrún Baldursdóttir, 2.3.2008 kl. 11:38
Til hamingju, Steingerður!

Veggspjaldið er líka mjög flott!
Bestu kveðjur,
Heidi Strand, 2.3.2008 kl. 20:30
Til hamingju
Marta B Helgadóttir, 4.3.2008 kl. 01:01
Þú færð líka stig í minni bók fyrir að vera með tilvitnun í Big Lebowski í þessari færslu.
Andri (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.