Hin hamingjusama hóra!

Ég verð alltaf jafnhissa á hversu lífsseig mýtan um hina hamingjusömu hóru er. Í 24 stundum í dag er viðtal sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við Guðmund Ólafsson. Þar segir: „Mér finnst hlægilegt þegar athyglissjúkir femínistar fara að berjast gegn klámi og vændi. Er eitthvað að því þótt fólk hafi gaman af að horfa á dónalegar myndir? Það er prívatmál. Vændi er fyrst og fremst kynlíf fátæklinga. Klám er kynlíf þeirra allra fátækustu sem hafa ekki einu sinni efni á því að kaupa sér vændi.“ Hér eru nokkrar staðreyndir til umhugsunar fyrir fátæklinga sem kaupa sér klám og vænd.

1 Í engum starfsgreinum eru sjálfsmorð jafntíð og í klám- og vændisiðnaði. Þar munar meira að segja gífurlega miklu á næstu starfstétt fyrir neðan.
2. Vímuefnanotkun er ekki eins almenn í neinum öðrum iðnaði.
3. Yfir 80% þeirra sem starfa í klám- og vændisiðnaði hafa orðið fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi.
Þetta byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið í Bretlandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð.
Konur frá fyrrum austantjaldsríkjum sem bjargað hefur verið úr kynlífsánauð á Vesturlöndum hafa hræðilegar sögur að segja. Meðal annars að kúnnarnir fóru sínu fram þótt þær grétu allan tímann og kvörtuðu við dólgana yfir því hversu leiðinlegar þær væru. Það þýddi barsmíðar. Nokkrar höfðu beðið kúnnana að leyfa sér að nota farsíma sem þeir voru með en þeir neituðu á þeirri forsendu að dólgurinn hefði bannað þeim það. Og það þarf ekki konur í ánauð til. Ung íslensk stúlku sem leiddist úti í vændi vegna fíkniefnaneyslu drap sig vegna þeirrar hræðilegu reynslu sem henni tókst aldrei að komast yfir eða jafna sig á.

Sjaldan hef ég verið jafnhreykin af syni mínum og þegar hann sagði í umræðu um nektarstaði. „Ég gæti ekki hugsað mér að fara á svoleiðis staði því hvernig veit ég hvort stúlkan sem dansar á sviðinu er ein af þeim sem nýtur starfsins eða úr hópnum sem neyðst hefur út í það. Ég get ekki greint þar á milli og því kæri ég mig ekki um að koma á svona staði.“

Þetta er einmitt málið. Hvernig vita karlmenn að hóran sem þeir eru með er hamingjusöm og ánægð með starfið? Þegar grátur austantjaldskvenna sem ekki geta tjáð sig á sama máli og kúnnarnir nægir ekki til að þeir kveiki á neinu er þá líklegt að daufari merki séu nóg? Í hugum flestra en kynlíf eitthvað sem menn stunda með einhverjum sem þeim þykir vænt um og vilja nálgast með hlýju og trausti. Fátækir eða ríkir hafa sömu þörf fyrir slíka blíðu og atlot. Það að borga fyrir er merki um andlega fátækt og skammsýni fremur en efnahagslega veikleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær samantekt.

Annars varð mér óglatt við lestur þessa viðtals.  Ég hætti sennilega aldrei að verða hissa á að fólk sem vill láta taka sig alvarlega, geti verið svona fáfrótt og skyni skroppið.  Eða þá að afneitunin er algjör.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 15:34

2 identicon

Góður hann sonur þinn.

Eitt af því sem ég er hvað stoltastur af í lífinu er að hafa aldrei lítillækkað mig með því að fara inn á svona stað og/eða keypt mér brúkunarrétt af líkama annarar manneskju.

Þessi málflutningur GÓ gerir það að verkum að ég set spurningarmerki við allt annað sem hann segir í viðtalinu. Ef málflutningur hans um efnahagsmál er af sama kaliberi held ég að hann ætti að halda honum fyrir sjálfan sig. Það er furðulegt að maður sem er orðinn þetta gamall og virðist alveg þokkalega vel gefinn, skuli ekki enn vera búinn að læra að "gengisfella" ekki sjálfan sig.

þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir góða grein!

Heidi Strand, 12.4.2008 kl. 19:28

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Furðulega lífsieg þessu sjálfsblekking karlmanna að hóran "vilji þetta líka" en ekki að hún sé tilneydd.

Marta B Helgadóttir, 12.4.2008 kl. 21:58

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir þennan pistil Steingerður, þú mátt sko vera stolt af syni þínum, ég er glöð að heyra hans skoðun á þessum málum, og sem betur fer held ég að meirihluti ungra manna séu sömu skoðunar og sonur þinn.

  Ég hef ekki lesið þetta viðtal, en af þessu dæmi sem þú tekur, finnst mér sorglegt að Guðmundur skuli leggjast svo lágt, til að réttlæta eigin afbrigðilegheit.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.4.2008 kl. 02:11

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl Steingerður. Nú er bókaspjallið hafið á síðunni minni.

Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 09:49

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir margt af þessu, en hvað með karla og konur sem búa í þægindahjónaböndum, elska ekki hvort annað né hafa gert, og búa með eingöngu saman vegna fjárhagslegs öryggis og annarra "hlunninda", eru það ekki hamingjusamar hórur.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.4.2008 kl. 13:40

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Frábær grein. Takk fyrir mig.

Heiða Þórðar, 13.4.2008 kl. 14:32

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir þessar hugleiðingar, eins og venjulega talar þú hug minn!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.4.2008 kl. 17:20

10 identicon

Sæll Þorsteinn, þægindahjónabönd finnst mér ekki vera hægt að flokka undir vændi. Fólk sem býr saman án þess að elska hvert annað peninganna vegna er hugsanlega í einhverjum tilfellum hamingjusamt eða ánægt en þar er ekki annar aðilinn að veita þjónustu og hinn að borga fyrir. Báðir kjósa þetta hlutskipti og valdahlutföll því væntanlega jöfn. Við kaup á vændisþjónustu áskilur kúnninn sér rétt til að fá það sem hann vill og engar refjar samanber söguna sem breski lögreglumaðurinn sagði af grátandi stúlkum sem kúnnarnir tóku þrátt fyrir tár þeirra og kveinstafi. Einhvern veginn sé ég slíkt ekki fyrir mér í þægindahjónaböndum. Sé annað hvort hjónanna í slíku sambandi óánægt eða óhamingjusamt hlýtur það að benda til að einhverjar ófullnægðar tilfinningar séu til staðar. Konan eða maðurinn elskar þá maka sinn og er svekktur yfir tilfinningaleysi hans. Þegar báðir aðilar eru ánægðir með fyrirkomulagið og sáttir er þægindahjónaband ekki annað en sambúð tveggja líkt og þegar tveir leigja saman. Það er fjárhagslega hagkvæmt og báðir leggja sitt til heimilisins og jafnræði ríkir.

Steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:37

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Það getur svo sem vel verið að einhverjar séu í vændi af fúsum og frjálsum vilja, en ég held að hinar séu miklu fleiri, sem hafa annaðhvort verið seldar eða neyðast út í vændi til að fjármagna neyslu.

Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 20:22

12 identicon

Sammála þér í þessu öllu, las þessa grein og hugsaði með mér, maðurinn er veruleikafyrtur og það er ekki í lagi hjá þessum

Sigurveig (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 23:17

13 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já það er satt, viðtalið var gott en ég varð hugsi yfir þessari skoðun hans.
Eldklár hagfræðingur, ætti bara að halda sig  við að ræða hana kannski.

Annars má svo sem hver hafa sínar skoðanir á þessu, mér er þó annt um fordæmi sem við gefum börnunum í þessu samfélagið. Engar öfgar eru samþykkjanlegar í þessu frekar en öðru þegar að þeim kemur. 

Kolbrún Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 20:34

14 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Góður og vel skrifaður pistill hjá þér, verst er að þeir sem vilja vændi eru eins og aðrir fíklar hlusta ekki á nein rök.

Aðalheiður Magnúsdóttir, 14.4.2008 kl. 21:56

15 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

þakka þér fyrir góða grein.
Dáist að syni þínum og skoðunum hans.

Linda Lea Bogadóttir, 16.4.2008 kl. 09:37

16 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Vændi hefur fylgt mannkyninu frá upphafi og mun gera það áfram um langan tíma, sem betur fer er búið að lögleiða vændi á Íslandi og þyrfti að auka frelsi þeirra sem það stunda sem atvinnu enn meira,  en jafnframt að auka stórlega eftirlit með velferð þeirra og öryggi.

þægindahjónabönd finnst mér vera hægt að flokka undir vændi, engin ást er til staðar og sambúðin byggist á fjárhagslegu öryggi og vissu um að svölun kynhvatar fylgir með sem hlunnindi, í mörgum tilfellum yrðu viðskipti við vændiskonu/karl jafnvel til að auka lífsgæði margra og hamingju, því ástlaus sambönd eru kal á sálinni.

Blaðaviðtal við Danska vændiskonu um daginn, sem er að koma í sýna þriðju vinnutörn til Íslands, vakti athygli mína, hún segir Íslenska karlmenn mjög kurteisa og er ánægð með viðskiptin.

Lögleiðing vændis gerir þeim sem starfa við vændi kleift að leita til Lögreglu ef viðskiptavinir þeirra beita harðræði, því tel ég að vel sé hægt að koma í veg fyrir misnotkun vændiskvenna/karla með þessari viðurkenningu á starfsgrein sem er eins sú elsta í heiminum.

Ég tel það gæfuspor að leifa vændi og banna um leið starfssemi melludólga, hinsvegar tel ég að bann við kaupum á vændi sé bölvað rugl, með því er verið að búa til óþarfa brotaflokk, og Lögreglan hefur nóg annað að gera en eltast við einstaklinga sem eru að greiða fyrir löglega starfssemi, sem er þó bannað að kaupa.

Glæpalýðurinn gerir út stúlkur og drengi sem eru háð fíkniefnum, sem og fólk sem er lokkað með gylliboðum, neitt til að stunda vændi og beitt harðræði, nauðgað og misþyrmt.

Með því að gera vændi frjálst til að kaupa, er glæpalýðnum nánast gert illmögulegt að græða á vændi í stórum stíl, og löglega starfandi vændiskarlar/konur, munu örugglega hjálpa til við að uppræta misnotkunina, því það þjónar þá orðið þeirra hagsmunum.

Eftir baráttu við að banna vændi í hundraði ára, og eftir að hafa eitt gríðarlegum tíma og orku til þess, tel ég rétt að sættast við eðli og þarfir, koma skinsamlegri skipan á þetta og snúa okkur að raunverulegri glæpum, til dæmis baráttu við fíkniefnamarkaðinn og mansalið.

Öll þessi fíkniefnaneysla, sjálfsmorðstíðni og ofbeldi sem fylgi vændi í dag, minkar stórlega ef við hættum að ofsækja vændiskarla/konur.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2008 kl. 20:04

17 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Frábær penni þú:)

Einar Bragi Bragason., 16.4.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband