27.5.2008 | 16:19
Moldarbrúnn hundur og þrautfúl kona
Ég gekk á Úlfarsfellið með Freyju á sunnudagskvöldið. Allt var þurrt og þokkalegt og ég skemmti mér hið besta allt þar til við vorum nánast komnar niður. Tíkin var laus því lítið var um mannaferðir á fjallinu og skondraðist við hlið mér og á undan mér. Skyndilega sé ég hvar tíkin stoppar á brekkubrún, sperrir eyrun og er mjög spennt í útliti. Ég hélt að þarna hlyti að vera annar hundur á ferð svo ég flýtti mér af stað til hennar og kallaði. Hún sinnti því í engu en hentist af stað og beint ofan í moldug hjólför sem voru full af drullu. Þar óð hún fram og aftur hin hamingjusamasta á svip og fékk greinilega mikið út úr þessu leirbaði. Ég gargaði hins vegar á hana að koma sér þarna upp úr og það strax. Sú gula hlustaði ekkert á mig og tók sinn tíma í baðið. Það var skolbrúnn hundur sem hvergi var hægt að koma við sem fór upp í bílinn minn að fjallgöngu lokinni. Svo maður taki nú undir með Viktoríu heitinni Bretadrottningu þá var oss ekki skemmt.
Athugasemdir
Æi vertu góð, taktu Freyju bara með í leirböðin í Hveragerði, örugglega gaman hjá ykkur báðum þá.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.5.2008 kl. 18:02
brrrrrrr kannast við þetta..........
Ekki skemmtilegt!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 18:59
Svona, svona Steingerður, þetta er eflaust bara byrjunin á skemmtilegu "drullusumri" hjá Freyju.
Vopnvæðist.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 07:49
Svona er þetta með blessuð dýrin okkar; oftast hefur maður af þeim yndi, en örsjaldan armæðu. Hugsaðu um yndisstundirnar, þá verður þetta lítilfenglegt í samanburðinum:)
Linda Samsonar Gísladóttir, 28.5.2008 kl. 09:38
Þekki nokkrar þurrar kerlingar
Heiða Þórðar, 28.5.2008 kl. 20:40
alva (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 01:25
Því trúi ég mín kæra að þér hafi ekki verið skemmt. Þau eru ferleg þegar þau taka upp á svona löguðu. Þeim finnst þetta svo hrikalega gaman ............en ekki okkur! Þú átt alla mína samúð.
Sigurlaug B. Gröndal, 30.5.2008 kl. 21:03
Hehe
Njóttu dagsins
Linda Lea Bogadóttir, 1.6.2008 kl. 10:56
Heheh, ég man eftir fleiri svipuðum atvikum þar sem sami hundur var í aðalhlutverki. Litli subbuhundur
Svava S. Steinars, 1.6.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.