31.1.2008 | 09:21
Gargandi snilldarlaust í morgunsárið
Að venju brugðum við Freyja okkur niður í Kópvogsdal í morgun. Við vorum fremur árla á ferðinni og enginn annar sjáanlegur í dalnum. Ég hætti því á að losa tíkina og leyfa henni að hlaupa ögn um. Hún var frelsinu fegin og ég gekk af stað niðursokkin í hugsanir. Skyndilega heyrði ég skvamp og gæsahópur flaug upp með slíku og þvílíku gargi að aðeins mjög heyrnardaufir Kópavogsbúar og Garðbæingar hafa náð að ljúka morgunblundinum undir þessari tónlist. Ég kom böndum á kvikindið hið snarasta, setti hausinn undir mig og forðaði mér með friðarspillinn eins hratt og ég gat. Hver veit nema morgunfúlir hefðu gripið til vopna, menn hafa nú verið skotnir fyrir minna í Bandaríkjunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2008 | 15:15
Hundum og hröfnum að leik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2008 | 15:20
Meistarar í ambögusmíð
Ég hef ákaflega gaman af ambögum. Hér má sjá nokkrar óborganlegar:
Þessi peysa er mjög lauslát.
Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi. (Geri aðrir betur.)
Hann sló tvær flugur í sama höfuðið.
...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg.
Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér.
Ég er svo þreyttur að ég henti mér undir rúm.
Hann sat bara eftir með súrt eplið.
Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna.
Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast.
Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti.
Þar stóð hundurinn í kúnni. (Þar lá hundurinn grafinn. Þar stóð nífurinn í kúnni.)
Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra.
Svo handflettir maður rjúpurnar...
Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna.
Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi.
Betur sjá eyru en auga
Ég er alveg stein vöknuð!(eftir að hafa verið stein sofandi)
Ég er eitthvað svo sunnan við mig (sagt á Akureyri)
Það er ég sem ríð rækjum hér(að ráða ríkjum)
Ég er búinn að vera andvana í alla nótt
Róm var ekki reist á hverjum degi!( Sagði maður á Akureyri)
Vinsamlegast beinhreinsið vínberin (í jólauppskrift)
Lærin lengjast sem lifa (maður lærir svo lengi sem maður lifir)
Svo lengist lærið sem lífið (frá Akureyri)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.1.2008 | 10:22
Hver á nú að leggja línurnar?
![]() |
Björn Ingi hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2008 | 22:36
Öll dýrin í skóginum eru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.1.2008 | 17:12
Nú er frost á Fróni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.1.2008 | 21:56
Litbaugur á tungli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2008 | 10:12
Munurinn á að ganga og sitja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.1.2008 | 12:00
Hremmingar á sólbaðsstofu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2008 | 16:10
Það var og ...
Vog: Það býr til vandamál úr engu með því að spyrja of margra spurninga eða koma með of margar athugasemdir. Takmarkaðu þig við það sem nausynlega þarf að segja til að leysa málin, það er einfaldast og best.
Þetta er stjörnuspáin mín í dag. Gersamlega óskiljanleg. Hvaða Það er þetta sem býr til vandamál úr engu með því að spyrja of margra spurninga? Er ég í hvorukyni vegna þess að ég fæddist í vogarmerkinu? Er það málið? Og hvaða orðskrípi er nausynlega?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)